mánudagur, febrúar 21, 2005

Í Hólminn með Herði!

Við systkinin, ég og Birna, erum að spegúlera í að renna í Stykkishólm þann 10. mars á tónleika með Herði Torfa.

Af hverju? Jú, það er alltaf gaman að skella sér í ferðalag, ekki verra en hvað annað að fara í Stykkishólm og Hörður er náttúrlega meistari.

Það eru 170 kílómetrar í Stykkishólm þannig að við þurfum að gera ráð fyrir ca. 2-3 tímum á leiðinni ef færðin er í lagi (sem hún er auðvitað alltaf fyrir Ford Fiestu!). Tónleikarnir byrja væntanlega átta eða hálfníu þannig að þá þurfum við að fara úr bænum um fimmleytið. Tónleikarnir verða til ca. tíu/ellefu þannig að þá erum við komin í bæinn aftur um tvöleytið. Þetta er á fimmtudegi þannig að mönnum er bent á að sofa bara nóttina áður í staðinn (svo geta þeir örugglega sofið á leiðinni líka ef þeir nenna ekki að syngja með okkur).

Það eru allir velkomnir með! Fínt að fá fleiri til að deila bensín og gangakostnaði sem og gleði og söng! Svo bætum við bara við bílum ef okkar fyllist.

Þetta verður þrusutúr...er það undantekningalaust þegar við systkinin leggjum land undir hjól!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home