föstudagur, febrúar 11, 2005

Söngur + Djamm = Söngdjamm!

Vitlaust að gera í vinnunni eins og venjulega. Ótrúlegt hvað hægt er að búa til mikið af verkefnum í kringum svona starfsmannahald. Reyndar eru þetta 500-800 hausar eftir árstíðum í 20 stéttarfélögum sem þarf að gera kjarasamninga við hvert og eitt og ...og....og.... en maður verður að hafa eitthvað fyrir stafni! Það er lykilatriði!

Er á leiðinni á djammið í kvöld. Skátakórinn ætlar að hitta nokkra aðra kóra í Valsheimilinu einhvers staðar og verður þar væntanlega sungið og djammað fram eftir nóttu. Glæsilegt! Er alveg til í það.

Skemmtilegur þessi snjór. Þá birtir svo yfir öllu.

Fjögur verkefni fyrir helgina:
1) Klára að útbúa gögn í "Excelskjali dauðans" vegna kjarasamninga við Eflingu
2) Klára fyrirtækjaskýrslurnar úr Verzlókönnuninni góðu
3) Skrifa í gestabækur víðs vegar um heim hvatningarromsu um að mæta á landsmót skáta í sumar
4) Lesa yfir þarfagreiningu vegna starfsmannalista sem setja á upp á www.or.is og verður beintengdur inn í kerfin og voða fínt.
5) Stunda einhverja útiveru - fara á skíði, út að labba eða eitthvað svoleiðis.
...plús náttúrlega djammið í kvöld.

Kemur í ljós hverju mér tekst að ljúka af þessum pakka. Ef þið eruð að spá í útiveru látið þá vita. Ég er til í allt - Alltaf!

Adios Amigos!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home