fimmtudagur, janúar 13, 2005

Karl R. Emba

Einhverjir hafa kannski velt því fyrir sér hvað ég sé að spá með að hafa blóm og rúsínupoka með hnetum sem titil á síðunni hjá mér. Um er að ræða snilldarviðlag úr lagi Harðar Torfa um Karl Ragnar Embu, höfuð Embufjölskyldunnar frá Ælandi.

Þeir gleggstu hafa líklega þegar tekið eftir því hvað verður til úr nafninu Karl R. Emba þegar því er skellt saman í eitt orð. Snilldar texti frá snilldarlistamanni. Kíkið í heimsókn til Harðar hér hægra megin á síðunni og síðan á tónleika hjá honum við fyrsta tækifæri. Þeir eru alltaf frábærir og hægt að taka frá fyrsta föstudag í september fyrir hausttónleika ár hvert.

Ef þið fréttið af tónleikum með Herði bjallið í Sigga vin ykkar og dragið hann með. Eintóm skemmtun!

...og hér er textinn í fullri lengd!

Karl R. Emba
Hörður Torfa
Ég er fæddur hjá frjálsri þjóð, í ljómandi fallegu landi,
sem laust er við heimskingja, afætur, gula og svarta.
En nú sækir stíft að oss aríum mikill voði og vandi,
þessi vesældarlýður hefur birst hér að betla og kvarta.

Mér finnst ekki rétt þegar heimurinn hagar sér svona.
Hefnd vofir yfir. - Jafnvel forsetinn sjálfur var kona !
Í örvænting minni ég hrópaði á alvaldsins herra:
Hvað get ég gert ! - Svarið það minnti á hnerra.

Gefðu þeim blóm.
Gefa þeim blóm ! ?
Já, gefðu þeim blómavönd og rúsínupoka með hnetum.

Því miður er fluttur í götuna okkar kornúngt kynvillingsgrey.
Karlmönnum, einsog mér, verður illt við það eitt að sjá’ann.
Ég spurð’ann útí búð svo allir heyrðu hvort’ann væri hrein mey.
Helvítis auminginn roðnaði og mig langaði langmest að slá ‘ann.
Hann dillar sér alv’einsog graðnaut með grettum og hlær.
Ég greip hann hér niðrá horni í myrkrinu í gær.
Þegar ég ætlaði að berja ‘ ann duglega og kýl’ann í klessu.
Þá kallaði til mín þessi rödd eins og prestur við messu:

Gefð ’onum blóm.
Gef ’onum blóm! ?
Já, gefð ‘onum blómavönd og rúsínupoka með hnetum.

Ég er ekki með neina fordóma eða fornaldarviðhorf í neinu.
Aðeins frábrugðinn mönnum sem þora ekki að taka af skarið.
Mér finnst það sjálfgefið viðhorf að halda landinu hreinu,
hreinsa burt mannlífssorann svo við föllum ekki í sama farið
og stórþjóðir margar sem vandann vilja ekki sjá.
Slík viðhorf mega aldrei hérlendis fótfestu ná.
En ef maður segir eitthvað gegn þessum múhameðs durtum og dóti
þá drynur þessi rödd fyrir ofan alltaf á móti.

Gefðu þeim blóm.
Gefa þeim blóm!?
Já, gefðu þeim blómavönd og rúsínupoka með hnetum.

2 Comments:

At 14.1.2005, 15:01, Blogger Huginn said...

Eru menn ekkert að ferðast þessa dagana Siggi? Engin ævintýri? :) Ég var að íhuga Kúbu um daginn en djöfulsins rugl að komast þangað. Eina sem ég fann var frá Cancun í Mexico... hefurðu heilsað upp á Kastro áður en félaginn deyr drottni sínum?

 
At 14.1.2005, 16:13, Blogger Sigurður Viktor Úlfarsson said...

Sæll Huginn, gleðilegt ár og gaman að heyra í þér!

Nei, lítið um ferðalög núna en stendur til bóta. Er meira í því að styðja við íslenska bankakerfið. Ekki veitir nú af!

Nei, aldrei komið til Kúbu en eyjan sú er klárlega efst á listanum yfir þau lönd sem mig langar til - NÚNA!!! Einmitt til þess að ná því áður en Castró drepst. Kína kemur þar á eftir þar sem það tekur örugglega lengri tíma að breyta því þótt skipt sé um foringja.

Strákur sem ég veit um var þarna um daginn að klifra og eitthvað. Ég get örugglega komist að því hvernig hann komst þangað.

Er annars ekki allt glimrandi að frétta?

 

Skrifa ummæli

<< Home