föstudagur, febrúar 18, 2005

Allt í gangi! ! !

Nú er allt á fullu...

...500-600 manna afmælisveisla starfsmannafélagsins á morgun laugardag. Verður tær snilld! Síðan verður liðinu smalað upp í strætó og brælt á Kringlukránna þar sem meistari Geirmundur mun virkja á okkur svitann fram eftir nóttu.

Ekki hlaupið að því að fara út að skemmta sér með 200 vinum sínum. Hringdi í nokkra skemmtistaði og sagðist vera á leiðinni út að skemmta mér á laugardaginn og ætlaði að taka ca. 200 vini mína með mér. Það voru bara einhverjir örfáir staðir sem gátu tekið við því og enn færri sem ekki voru fullir. Viðskiptatækifæri!

Ætlum að skreyta Orkuveituhúsið hátt og lágt að innan þannig að arkitektinn mun ekki þekkja það sem sama hús. Við erum með heilan birkiskóg í laufgun inni í geymslu og verða trén sett upp á víð og dreif um svæðið, sellófan hæðanna á milli svo aðeins fátt eitt sé nefnt. Þetta á pottþétt eftir að koma verulega á óvart!


Fengum annars þráðlaust net á Hólsveginn í gær. Virkaði ekki alveg nægilega vel. Ákváðum að taka þetta í samvinnu við þá bræður Kidda og Hjört í kjallaranum og hafa tenginguna þeim mun vígalegri. Þetta verður vonandi farið að virka á næstu dögum þannig að við getum tekið í gagnið nýju tölvuna sem þau gömlu hjónin voru að versla sér. Þrusugræja. 3,2 Ghz á móti 300 Mhz (=0,3 Ghz) sem gamla tölvan er. Þetta er semsagt u.þ.b. ellefuföldun á afli síðan 1998. Magnað!


Búið að vera brjálað að gera í kjarasamningaveseni í vikunni. Var á fundum í 9 klukkutíma straight á þriðjudaginn og síðan megnið af deginum bæði á mánudaginn og miðvikudaginn líka. Úff, ótrúlegt hvað maður getur orðið þurrausinn af svona! Síðan er kvöldvinna í því að klára fyrirtækjaskýrslurnar í skoðanakönnuninni.

Já, actionvika í gangi og allt að gerast!

2 Comments:

At 19.2.2005, 03:00, Anonymous Nafnlaus said...

Ví ííí
ég fer á árshátíð hjá IMG. Eigum við ekki bara að rekast á einhvers staðar?

= Y =

 
At 20.2.2005, 16:42, Blogger Sigurður Viktor Úlfarsson said...

Ahhh... sá þetta ekki fyrr en núna Steini!

Brældi annars með liðinu á Kringlukránna og dansaði non-stop í 5 tíma með Geira kallinum! Algjör snilld!

 

Skrifa ummæli

<< Home