þriðjudagur, febrúar 15, 2005

Kraftaverk!

Átti leið í gegnum bloggsíðuna hennar Guðrúnar Davíðs áðan. Þau voru að eignast litla prinsessu á fimmtudaginn. Meiriháttar! Þetta er svo stórkostlegt. Hugsið ykkur, lítill einstaklingur verður til. Þetta er svo magnað. Allt í einu birtist bara heilt barn! (Stelpur, svona er þetta frá sjónarhóli okkar strákanna...púff!...undanfarinn er líklega aðeins raunverulegri og áþreifanlegri ykkar megin...).

Man þegar Kristófer fæddist. Var eiginlega ekki að ná gleðinni fyrr en eftir sólarhring eða tvo. Var auðvitað glaður en ég var fyrst og fremst bara uppfullur af rosalega S T Ó R U M tilfinningum. Svo stórum að mér fannst hjartað vera að springa. Þær komust ekki alveg fyrir. Þarna var kominn heill einstaklingur - Vá! - barn - sem að ég átti! Þetta var eitthvað svo yfirþyrmandi...og magnað á sama tíma! Síðan róaðist maður aðeins og fór að njóta augnabliksins. Ferlega merkileg upplifun...svolítið eins og að fara á milli borða í tölvuleiknum, The Life of Siggi. Algerlega nýr heimur, maður hugsar öðruvísi, annað gildismat og...og...og..., allt öðruvísi þó svo maður sé náttúrlega ennþá í sama leiknum....og síðan verður þetta bara skemmtilegra og skemmtilegra eftir því sem þau eldast og verða skemmtilegri og skemmtilegri.

Tær snilld!

--//Sé einhver í vafa bendi ég á albúmið af Kristófer undir linknum myndir hér hægra megin. Þetta er bara skemmtilegt!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home