mánudagur, febrúar 07, 2005

96 bollur lágu!!!

Hæ hó!

Heyrði í Steina í dag. Alltaf gott að heyra í Steina. Hann spurði hvort ég hefði áhuga á að hafa skoðanir á Flugleiðavefnum. Jú auðvitað - alltaf gaman að hafa skoðanir! Sérstaklega gaman að geta haft skoðanir og síðan bara gengið í burtu og látið aðra um að vinna úr málinu. Þægilegt! Engar líkur á því að einhver segi...jæja, gerðu það þá! Þá er maður alltaf komin í vond mál.

Í gær var fjölskyldubollukaffi hjá mömmu. Við erum búin að vera nokkuð dugleg fjölskyldan að hittast upp á síðkastið. Jólin, blesspartý Kristófers, þorrablótið og nú bollukaffi. Alltaf matur innifalinn...og mikið af honum! Valdimar Birnuson hringdi í ömmu sína fyrir helgi og rukkaði hana um hið árlega bollukaffi. Sú gamla var nú ekki lítið glöð. Að fá upphringingu frá barnabarninu sem jafnframt er síðhærður rokkari og vera beðin um bollukaffi með börnum og barnabörnum. Hún hefði ekki orðið glaðari þótt hann hefði gefið henni hundraðþúsundkall! Enda hittingar sem þessar náttúrlega priceless eins og Mastercard segir! Ég er ekki viss um að þið trúið því en það lágu 96 bollur í bollukaffinu. 96 stykki. Reyndar frekar smávaxnar bollur en samt...96 stykki!!! Ofan í 15 manns. Geriði betur...ég skora á ykkur!

Síðan voru fiskibollur í hádeginu í dag í vinnunni, rjómabolluútkall klukkan tvö og loks kjötbollur og bollurnar fimm sem eftir voru eftir partýið í gær í kvöldmat. Ég er eiginlega farinn að skilja af hverju það er síðan eitthvað rammíslenskt, sykurlaust og þjóðlegt daginn eftir...á sprengidaginn.

Kíkti í söngtíma til nafna míns Bragasonar. Gaman að heyra muninn á röddinni núna og síðast þegar ég mætti svefnlaus í tíma. Þá hljómaði ég eins og rjúpa en nú var allt komið í lag aftur. Merkilegt hvað þetta hefur mikil áhrif! Komst líka að því að upptökutæki leynast víða. Vildi muna hvernig lagið var sem ég var að syngja, hafði gleymt myndavélinni minni heima (var með hana síðast þar sem hún er líka hljóðupptökutæki) en mundi allt í einu mér til mikillar gleði að síminn minn getur tekið upp 3 mínútur af hljóði sem ég get síðan skutlað yfir á tölvuna á morgun. Ótrúlega sniðugt hvernig þessar græjur eru allar farnar að geta allt!

2 Comments:

At 8.2.2005, 21:43, Anonymous Nafnlaus said...

Legg til að þú syngir inn á símann þinn og notir það svo sem hringingu.

"Fyrst þú heyrnatólið tekur og er þá unnt að heyra, ef að ekki heyrist sónn... bilaður er telefónn" og svo framvegis.

Garanterað success.

Steini..
E.s. það var líka gott að heyra í þér.

 
At 9.2.2005, 01:25, Blogger Sigurður Viktor Úlfarsson said...

Góð hugmynd Steini!

Hef þó haft þá reglu að hafa hringingarnar það skemmtilegar að það sé síður hvati til að svara.

Það ef ég syngi inn á símann minn...ja...ég einhvern veginn veit ekki alveg hvort það hefði sömu áhrif...en það myndi líklega bæta svörunina!

 

Skrifa ummæli

<< Home