fimmtudagur, febrúar 10, 2005

Nýja Fiestan virkar vel!

Ekki mikið að frétta í dag... nema það að nýja svarta snaggaralega Fiestan mín stendur sig með prýði. Nú er búið að keyra hana hátt í 50 kílómetra og sér ekki á henni. Í kvöld þegar ég skrapp aðeins út sást nú reyndar varla í hana heldur þar sem ég hafði geymt hana úti í dag til að geta kíkt á hana út um gluggann. Það hafði snjóað 10-15 cm ofan á hana þegar ég kom út og ég ekki búinn að fjárfesta í snjósköfu/kúst! Fór og fjárfesti í snjókúst/sköfu. Jæja, hún verður stór og sterk af þessu. Komst að því að snjór er frekar kaldur svona alla vega í þessu magni.

Kvöldið fór annars í vinnu. Kjarasamningaútreikningar sem ég var búinn að ýta á undan mér í einhvern tíma. Skrapp líka á kóræfingu í dag sem var kærkomin útrás á milli verkefna.

Maður ætti kannski að skella sér eitthvað á skíði um helgina. Hvað segið þið um það?

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home