Launamunur kynjanna konum að kenna!
Ásdís fer mikinn á blogginu sínu vegna launamunar kynjanna enda fullkomlega óeðlilegt að stelpurnar séu með lægri laun en karlarnir, þrátt fyrir það að við séum með typpi.
Munurinn hjá Félagi viðskipta- og hagfræðinga virðist vera 7,6% þegar búið er að taka tillit til annarra breyta. Miðað við að meðallaun voru 519 þús. er þetta um það bil 40 þúsund á mann.
Ef konurnar eiga skilið jafnhá laun og karlar verða þær að hætta að væla og taka málin í sínar hendur. Aumingjanöldur eins og um daginn á einhverju þingi þar sem samþykkt var ályktun gegn launaleynd er náttúrlega bara algjört bull sem enginn á nokkurn tímann eftir að hlusta á.
Þetta er nefnilega fyrst og fremst stelpunum sjálfum að kenna - sorrý stelpur. Þær eru ekki að selja sig jafn dýrt og strákarnir. Sem er auðvitað óþolandi fyrir okkur strákana, að þær hæfileikaríku, vel menntuðu og kláru konur sem eru komnar inn á vinnumarkaðinn séu að undirbjóða sig. Það er bara eins og þegar Tyrkirnir koma inn í Þýskaland og taka störfin af þeim sem fyrir eru með því að undirbjóða markaðinn.
Ef fyrirtæki á kost á því að fá jafnhæfa konu og karl fyrir 100 þús. krónum lægri laun en það þyrfti að greiða karlinum, getur það hækkað laun konunnar eftir þrjá mánuði um 50 þús. og haft í vinnu hjá sér ofsakátan starfsmann fyrir vikið en samt dregið úr launakostnaði sem nemur 50 þús. kr. á mánuði (600 þús. kr. á ári.).
Þið verðið að breyta þessu stelpur. Það gerir það enginn fyrir ykkur. Seljið ykkur eins og þið eigið skilið - á fullu verði eins og við strákarnir. Sorrý aftur, það er ekkert sem Alþingi getur gert í þessu máli.
Einhvern tímann voru auglýsingar í gangi, að ég held frá VR, sem sögðu konum að bæta 50 þús. kr. við þá tölu sem þær töldu eðlilega þegar þær semdu um launin sín. Sniðugt - Líklega nákvæmlega það sem þær þurfa að gera...nema upphæðin eigi kannski að vera hærri!
3 Comments:
Think your blog just went down the drain....sorry
úppss... góður Siggi - smá handsprengja inn á bloggið hjá þér... það er alltaf gott.
Steini
Veistu - ég er barasta sammála þér.. Kannski er ekki hægt að setja sökina alfarið á konurnar sjálfar en þær láta taka sig svooo oft í rassgatið einfaldlega vegna gamaldags minnimáttarkennd sem einkennir því miður ennþá margar konur.. En ég er á því að þú færð alveg jafn góð laun og karlmaður ef þú bara biður um það.. Amk mín reynsla.. En þú þarft að biðja um þau - þú færð ekki sömu launin óumbeðin. Kannski hægt að hefja e-a baráttu þar ??
BÖ
Skrifa ummæli
<< Home