mánudagur, júní 13, 2005

Eldspræk helgi!

Velkominn í bloggheima Steini! Sérstaklega gaman að skoða myndirnar þínar. Hérna á blogginu getur maður masað og fjasað og hvað sem manni dettur í hug. Dagbókarfærsla í dag...enda nóg að gerast!

Búin að vera spræk og fjölbreytt helgi. Fórum vinnan í vorferð á föstudaginn í rútu austur fyrir fjall að skoða ýmsa hluta fyrirtækisins með samlokur og bjór í lestinni. Enduðum í humarveislu á Stokkseyri og loks í partýi í bænum fram eftir nóttu. Frábært!

Fór síðan í gær á þriðju tónleikana í vikunni. Nokkuð ánægður með frammistöðuna undanfarna viku. Fór á Jómfrúna í Lækjargötunni. Það eru held ég vikulegir tónleikar þar í bakgarðinum. Hitti þar Birnu systur, Unni og Ástu. Mjög gaman, gott veður, fullt af fólki og skemmtileg stemning. Fór á stuttbuxunum á hjólinu og hélt síðan áfram í góða veðrinu alveg út á Seltjarnarnes eins langt og ég komst út að Gróttu, fyrir endan og aftur til baka sunnanmegin. Elti ströndina alla leið fram hjá Nauthólsvíkinni, áfram upp Fossvogsdalinn og Elliðaárdalinn í sund í Árbæjarlaug. Hjólaði síðan heim. Fattaði það ekki fyrr en núna áðan þegar ég fór að skoða þetta að þessi hringur var 30 km langur! Þetta var ekkert mál - var ekkert að flýta mér - það var svo gott veður. Tók ca. tvo tíma. Þurfti varla nokkurn tíma að fara yfir götu. Algjör snilld!

Fór niður á Ingólfstorg í dag. Ásta dansar með "Komum og dönsum" og þau voru að dansa á Ingólfstorgi í dag. Gaman að fylgjast með þeim. Sum mjög góð. Einn dansaði við þrjár í einu og stjórnaði þeim öllum með glans. Verð kannski einhvern tímann svoleiðis... ;)

Endaði náttúrlega með því að hún dró mig með sér í einhvern hringdans, skildi mig svo eftir og ég var því allt í einu farinn að dansa tangó við fimmtuga konu sem ég þekkti ekki neitt á miðju Ingólfstorgi. Alltaf gaman að dansa! Túristarnir vissu ekki hvaðan á þá stóð veðrið. Hafa örugglega haldið að Reykvíkingar dönsuðu í miðbænum í tíma og ótíma! :)

Hitti seinni partinn Dos Sardinos, hirðhljómsveit Skátakórsins. Æfðum okkur aðeins. Erum að setja tvö lög á disk sem kórinn er að fara að gefa út. Alltaf gaman að syngja og spila með skemmtilegu fólki.

Skellti mér síðan á Star Wars í kvöld með Palla Viggós. Er svona must-see mynd. Annars er ég vægast sagt lítill áhugamaður um einhverjar geimmyndir en Star Wars er eins og Bond og fleiri - klassík sem maður bara verður að sjá. Hún var líka mjög skemmtileg og hnýtti saman nýju og gömlu seríuna sem maður man eftir síðan maður var krakki.

Jamm, fín helgi að baki. Þá er bara málið að gera vikuna jafn skemmtilega!

3 Comments:

At 13.6.2005, 21:46, Anonymous Nafnlaus said...

ehhh... takk takk... þetta er samt ekki bloggið mitt - var meira svona að fikta. Er með 2 aðra blogg accounta í gangi. Annar þeirra mun lifa - hinn ekki.

= Y =

 
At 14.6.2005, 01:40, Blogger Sigurður Viktor Úlfarsson said...

Úúú...en dramatískt! "Annar mun lifa - hinn ekki".

Alla vega skemmtilegar myndir af ykkur og Ölmu Sól.

 
At 14.6.2005, 13:51, Anonymous Nafnlaus said...

úú - takk takk - hún er sannarlega myndarlega stúlka hún dóttir mín.

= Y =

 

Skrifa ummæli

<< Home