miðvikudagur, júní 01, 2005

Laun, línuskautar, maraþonkóræfing og næsti vetur!

Jæja, nú er strangri törn lokið í launadeildinni. Alltaf action fyrir mánaðarmótin og núna sínu meiri en áður þar sem ég þurfti að taka svolítið í gegn ofurleiðréttingarexcelskjalið mitt frá því um síðustu mánaðarmót þar sem við leiðréttum 300 manns 2 1/2 ár aftur í tímann. Þess utan erum við að ráða um 250 sumarstarfsmenn þannig að það er nóg að gera á Bæjarhálsinum þessa dagana.

Fórum nokkur úr starfsmannahaldinu á línuskautanámskeið í kvöld. Stórskemmtilegt. Vorum í skautahöllinni í Laugardalnum þar sem það rigndi svolítið úti. Auðvitað var maður alveg eins og belja á svelli en komst þó merkilega áfram og datt bara einu sinni. Komst að því að ég er líklega svolítið útskeifur. Kannski ástæðan fyrir því að ég vel yfirleitt bæði hafi ég um tvennt að velja!

Fór síðan á seinustu skátakórsæfingu vetrarins. Þetta var maraþon æfing, haldin í safnaðarheimili Fríkirkjunnar í Hafnarfirði þar sem Erna og Örn sjá um tónlistarstarfið. Fyrst æfðum við svolítið og svo fluttum við okkur yfir í kirkjuna og tókum upp hvorki meira né minna en fjögur lög. Ótrúlega duglegur hópurinn í kvöld. Þá er þessi sérlega skemmtilegi vetur á enda. Frábær hópur og hvet ég alla til að slást í hópinn. Sérstaklega ef þú ert tenór. Okkur vantar fleiri tenóra. Eru bara 3-4 yfirleitt á æfingum. Þyrftu að vera ca. helmingi fleiri.
Munum hittast næst á landsmóti skáta, laugardaginn 23. júlí á Úlfljótsvatni og syngja hér og þar um svæðið okkur og vonandi fleirum til ánægju og yndisauka.

Skátakórinn hefur löngum farið ótroðnar slóðir í lagavali. Við njótum náttúrlega þeirrar sérstöðu að syngja skátalög sem engir aðrir kórar gera. Ætlum að halda þeirri sérstöðu næsta vetur með því að syngja popplög. Erum búin að skoða efni með Bee Gees, Beach Boys, Queen og fleiri hljómsveitum. Næsti vetur gæti því orðið verulega skemmtilegur og öðruvísi, en jafnfram mjög krefjandi. Hlakka til!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home