sunnudagur, maí 29, 2005

Hvenær drepur maður mann og hvenær drepur maður ekki mann?

...sagði Jón Hreggviðsson enda er heimurinn ekki svartur og hvítur heldur oftast nær bara misjafnlega grár. Var að lesa úttekt Fréttablaðsins á sölu bankanna, fyrstu tvo hlutana. Æsispennandi reifari, raunveruleikasjónvarp úr íslenskum samtíma. Það hlýtur að vekja ákveðnar spurningar...

Ein lykilspurninga hvers stjórnanda í fyrirtækjum eða samfélögum er sú hvenær hann eigi að vera við stýrið og stjórna og hvenær hann eigi að fylgjast með úr fjarlægð. Almenna reglan er sú að því stærra og mikilvægara sem verkefnið er þeim mun betri innsýn vill stjórnandinn hafa í framgang og niðurstöðu verkefnisins.

Salan á bönkunum er dæmi um þetta. Klárlega eitt af stóru verkefnum undanfarinna ára. Verkefni sem myndu hafa veruleg efnahagsleg áhrif á íslenskt samfélag næstu áratugina.

Ef ég eða þú hefðum verið í stöðu Dabba og Dóra hefðum við átt að a) blanda okkur í framþróunina sem fulltrúar í stýrihópi (ráðherrahópnum) verkefnisins og hafa þannig áhrif á niðurstöðu þess (samfélaginu til heilla - eða ekki) eða b) láta fyrirframskilgreint ferlið um atburðarásina?

Er eðlilegt eða ekki eðlilegt að þeir sem ráðnir eru sem stjórnendur séu virkir í jafn stórum atburði og sölu bankanna? Er eðlilegt að þeir haldi sig bara þeygjandi á hliðarlínunni? Eru þeir þá að axla ábyrgð sína?

Hvað finnst ykkur?

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home