Austur-Evrópa here we come!
Söng með Orkuveitukórnum í Elliðaárstöðinni í kvöld. Stóðum okkur nokkuð vel. Allt blaðalaust og án kórstjórans! Rosalega hefur Árni Heiðar unnið gott starf. Það að kórinn geti komið svona fram skammlaust án hans ber vott um algerlega frábæra kórstjórn! Sungum fyrir stjórn dótturfyrirtækis OR frá Slóvakíu. Guðjón Magnússon ofurplöggari kom þeirri hugmynd af stað að þeir biðu okkur að syngja í Slóvakíu að ári. "Lítið mál" sögðu þeir þannig að við erum líklega á leiðinni næsta vor til Slóvakíu. Fyrst það er planið hví ekki að fara til Prag og Búdapest líka. Borgarstjórinn í Búdapest hefur eitthvað verið að vinna með OR líka. Já, það eru endalaust skemmtilegir hlutir sem detta inn á borð hjá manni.
Skemmtileg mánaðarmót. Næ líklega að greiða niður skuldirnar mínar um meira en 150 þús. kr. Svona er að búa á hótel mamma og pabbi. Þá gengur þetta hratt og örugglega! Rumpum þessu af og komum okkur síðan í framhaldsnám. Hvert á maður að fara? Hvað á maður að gera? Langar svo margt. Býst samt við því að svona upplýsingakerfi eða uppbyggingu information structure einhvern veginn verði fyrir valinu. Finnst það svolítið skemmtilegt. Þekking, upplýsingar og það hvernig þetta flæðir um fyrirtækið. Allt mjög spennandi. Síðan eru markaðsmálin alltaf bakvið eyrað. Gallupgenið er enn á sínum stað. Langar líka alltaf svolítið í fjármálin. Held það sé skemmtilegur leikur. Já, það er svo margt skemmtilegt hægt að gera!!! Kannski maður ætti bara að læra þetta allt! Upplýsinga, fjármála og markaðsverkfræði. Já, þá væri maður nú flottur - eða farinn yfir um, annað hvort!
1 Comments:
Duglegur ;o)
Skrifa ummæli
<< Home