laugardagur, maí 28, 2005

Vorhátíð Skátakórsins - Útitónleikar & Grill

Útitónleikar og grill við þvottalaugarnar í Laugardal laugardaginn 28. maí kl. 16.

Á morgun laugardaginn 28. maí kl. 16 heldur Skátakórinn vorhátíð í Laugardal, nánar tiltekið við gömlu þvottalaugarnar í nágrenni Skautahallarinnar.

Þungamiðjan í efnisskránni verða létt og skemmtileg skátalög sem kórinn hefur verið að taka upp á disk í vetur og er stefnt að útgáfu í sumar. Kórstjóri er Erna Blöndal og Örn Arnarson leikur undir á gítar.

Mótssöngur landsmóts 2005 - Frumflutningur kórsins
Landsmót skáta 2005 verður haldið að Úlfljótsvatni í 19.-26. júlí. Á tónleikunum frumflytur kórinn mótssönginn en hann hefur ekki verið sunginn af kórnum opinberlega áður. Textinn er eftir Kristján Hreinsson og lagið eftir Hrafnkel Pálsson, gítarleikara hljómsveitarinnar Í svörtum fötum og útsetningu fyrir Skátakórinn annaðist Aðalheiður Þorsteinsdóttir.

Grillað úti í vorinu Eftir tónleikana verður slegið upp grilli og eru tónleikagestir hvattir til að mæta með eitthvað gott á grillið. Höfum gaman saman úti í vorinu í Laugardalnum!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home