fimmtudagur, maí 19, 2005

Út og suður þrumustuð!

Renndi í tjaldútilegu frá laugardegi fram á sunnudag upp að Djúpavatni á Reykjanesi. Þurfti á því að halda að sofa í tjaldi. Mmmm það var svo ljúft! Þurfti líka að lesa yfir RAP. Er í hópi á vegum Bandalags íslenskra skáta sem á að leiða endurskoðun á dagskránni. RAP stendur fyrir Renewed Approach to Programme og er stuðningsefni sem gefið er út af Evrópuskrifstofu skáta. Lá þar í blíðunni og fegurðinni, drakk kakó og Stroh og las yfir RAP-efni. Komst eitthvað af stað en betur má ef duga skal.

Fór síðan í Klink og bank á sunnudagskvöldið. Í meira lagi sérlega athyglisvert hús - og fólkið sem ég því er. Það er einhver stórskrítinn Þjóðverji með sýningu í kjallaranum sem við fórum í gegnum í myrkri - öfugt. Heitir Schliesenbergen eða eitthvað svoleiðis. Er að spá í að kíkja á hana frá réttum enda einhvern daginn. Stórskrítinn og mjög ólíklegt að maður komi út sem sami maður og maður var þegar maður fór inn. Vá! Rosalega voru þetta margir menn í einni setningu!!

Kóræfing á þriðjudaginn þar sem við tókum upp tvö lög fyrir diskinn. Fór síðan á Esjuna eftir vinnu í gær. 56 mínútur á Þverfellshornið. Gæti með látum meikað það á nokkrum mínútum skemmri tíma en þó ekki mikið. Maður verður kominn niður í 50 mín. þegar líða tekur á sumarið. Samt allt í fína að fara þetta rólegheitum líka. Þá leggur maður bara af stað með öðru hugarfari í sólinni.

Eftir Esjuferðina bauð Ásta mér í grill. Lánaði henni gasgrillið mitt um daginn sem ég vann á árshátíð OR síðastliðið haust. Var á því að ég yrði ekki að saddur af grilli sem væri ofan í kassa. Það stóð heima! :) Fór þaðan á 1. stjórnarfund Skátakórsins í Hafnarfirðinum. Komumst yfir mörg mál og skemmtileg. Ef fram fer sem horfir verður næsti vetur verulega skemmtilegur og mun koma mikið á óvart.

Í dag söng Orkuveitukórinn svo í hádeginu og held ég að það hafi bara gengið nokkuð vel. Þetta er orðinn ágætiskór undir stjórn Árna Heiðars sem var sko ekki hægt að segja um hann í haust. Árni hefur lyft Grettistaki í vetur með ótrúlegu æðruleysi, þolinmæði, fagmennsku og hæfni í mannlegum samskiptum. Topp strákur og magnaður píanóleikari.

Teymi er 10 ára á morgun. Mikið partý í uppsiglingu. Þar á eftir kórpartý OR kórsins sem verður örugglega ekki rólegra og mikið sungið með gítar og píanó. Langar síðan í sumarbústað laugardag fram á sunnudag. Vill einhver koma með? Er að spá í að leigja bústaðinn í Svartagili í Borgarfirði. Er víst æðislegur bústaður og var laus í dag. Kanna málið - Kemur í ljós hvernig þetta þróast...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home