föstudagur, maí 20, 2005

Svona fór um sjóferð þá!

Greyið Selma tapaði á náttfötunum í Kiev. Hún og þær stöllur stóðu sig samt með mikilli prýði eins og hennar var von og vísa. Svakalega öflug stelpa og mikill fagmaður. Lagið var líka fínt. Málið var bara að það var fullt af fólki þarna að gera svipaða hluti þannig að lagið stóð ekkert út úr að neinu leyti. Við þurfum gott lag + sérstöðu til að gera einhverja hluti í þessari keppni. Nojararnir komust áfram vegna þess að þeir höfðu sérstöðu og þegar þú varst búinn að heyra öll lögin þá mundir þú ennþá eftir því að þeir höfðu tekið þátt. Selma greyið var gleymd. Hún var bara ein af fjöldanum.

Tillaga: Næst sendum við Jóhönnu Guðrúnu. Öflug stelpa, ca. 14 ára eða svo. Getur sungið, hefði sérstöðu og þetta trikk virkaði síðast með J'aime la Vie þegar Sandra Kim vann 1986. Sérstaða er lykilatriði þegar þú hlustar á tuttugu og fimm lög í röð. Annað hvort hefurðu sérstöðu, hver svo sem hún er, eða gleymist.

Gaman líka að sjá Lovísu og Álfrúnu saman í dansarahópnum. Ég vann með Lovísu í sumarbúðunum á Úlfljótsvatni 1993, rosalega skemmtileg stelpa og strax þá á fullu í dansinum. Einmitt þá var Álfrún sumarbúðabarn hjá okkur Lovísu og fleirum. Frábær krakki. Ein af þessum leikarabörnum sem maður vissi frá upphafi að yrði leikkona. Brilleraði á öllum kvöldvökum og hvar sem hún opnaði munninn.

Gott að Selma varð SOS sendiherra. Hún hefur þá eitthvað að gera í Úkraínu annað en að drekkja sorgum sínum fram yfir helgi. Já, svona fór um sjóferð þá!

4 Comments:

At 20.5.2005, 10:26, Anonymous Nafnlaus said...

Þetta er alveg svakalega svekkjandi.. so much for eurovision partý... næsta ár verður bara pre júróvision partý... svona til öryggis ..ef við komumst ekki áfram..hehe.. svo bara bónus ef við meikum það í aðalkeppnina

 
At 20.5.2005, 11:15, Anonymous Nafnlaus said...

Reglunum var breytt fljótlega eftir sigur Söndru Kim og nú þurfa þátttakendur að vera 16 ára.

Við ættum að senda Hemma Gunn og Þorgeir Ástvalds út. Eða Sigurrós og rímnakallinn.

Eða besta hugmyndin kannski að senda Icy hópinn út aftur, Eiríkur, Sigga og Pálmi rúlla keppninni upp á næsta ári.

árni

 
At 20.5.2005, 12:41, Anonymous Nafnlaus said...

Það var að vísu Helga sem var í ICY hópnum .....

 
At 20.5.2005, 14:13, Blogger Sigurður Viktor Úlfarsson said...

Jóhanna Guðrún verður 16 ára fyrr en síðar...veit reyndar ekkert hvað hún er orðin gömul!

Svo held ég að það sé að drepa þessa keppni hvað menn eru að leggja sig rosalega fram. Í alvöru! Á venjulegu balli þar sem tekin eru 50 lög getur hljómsveit bara lagt ákveðinn tíma í hvert lag. Þarna er búið að niðursjóða lagið svo gjörsamlega á mörgum vikum og mánuðum og það er ekkert líf og enginn karakter eftir. Mér fannst þetta reyndar óvenjusprækt sem er bara vegna þess að Selma er sprækari en meðaltýpan.
Þetta á hins vegar við um eiginlega öll lögin. Það tekst mjög fáum að vera "ekta" sem búið er að niðursjóða svona lengi. Það einhvern veginn missir allt "edge" og nær því ekki til fólks. Er orðið svo flauelsmjúkt og fullkomið að það bara rennur framhjá manni án þess að maður verði var við það. Sum lög bera svoleiðis önnur verða bara flatneskja. Sjáiði Nojarana. Þeir bara rokkuðu af hjartans list! - Höfðu því "edge" og náðu til fólksins.

 

Skrifa ummæli

<< Home