þriðjudagur, maí 03, 2005

Hitler og Erna...

...eiga ekki annað sameiginlegt en að ég fékk að fylgjast með þeim báðum í kvöld.

Erna Tönsberg var að vinna í Orkuveitunni og að læra japönsku á sama tíma og endaði með að vera send til Japan sem fulltrúi Íslendinga á heimssýningunni Expo 2005 sem fram fer í Japan þessa mánuðina. Komst að því í dag að hún er að sjálfsögðu bloggari og er mjög gaman að heyra um öll Expo-ævintýrin hennar í Japanalandi.

Fór með Árna og Guðbjörgu á Seinustu daga Hitlers (Der Untergang) í kvöld. Mögnuð mynd sem bregður upp mjög mannlegri hlið á stríðinu og því sem gerðist þegar Hitler og félagar voru endanlega að tapa seinni heimsstyrjöldinni. Oftast fær maður að fylgjast með þeim sem sigra stríðin því þeir skrásetja sjálfa sig í bak og fyrir. Það er hins vegar merkilegt að fylgjast með mismunandi viðbrögðum fólks þegar það er í þeim aðstæðum að það er við það að tapa. Stórmerkileg mynd sem ég hvet alla til að sjá.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home