sunnudagur, maí 08, 2005

Rólegheita helgi...eins og venjulega!

Tónleikar með Sinfó á föstudaginn þar sem hún töfraði fram rokk og ról að hætti Led Zeppelin, Queen, Pink Floyd og fleiri listamanna. Skellti mér ásamt Birnu systur og ungunum í fjölskyldunni Bergi og Sigrúnu. Sigrún var búin að vera að kvíða fyrir þessum tónleikum í margar vikur bara vegna þess að þarna var Sinfoníuhljómsveitin á ferð. Kom út með aðra skoðun. Gott mál! ;)

Glápti á sjónvarpið með Unni fram eftir nóttu en tók því hins vegar rólega í gær þangað til ég ákvað með 15 mínútna fyrirvara að fara á Hótel Rwanda í Regnboganum klukkkan 15:40. Man ekki eftir því að hafa áður farið í bíó milli þrjú og fjögur á laugardagseftirmiðdegi! Var sýnd í Sal 4 í Regnboganum sem er ca. 50 manna salur og í honum var kannski svona 20-30 manns. Myndin var snilld og ég hvet alla til að fara á þessa mynd...sjá síðasta blogg.

Þá var haldið á Úlfljótsvatn í mat á Norðurlandaráðstefnu radíóskáta þar sem ég fékk gott að borða a la Páll Viggóson og stjórnaði örkvöldvöku eftir matinn. Renndi þvínæst í bæinn aftur og skelltum við Ásta okkur þá á Geirmund á Klúbbnum við Gullinbrú með gamla fólkinu. Já Geirmund!!! Algjör snilld!!! Við vorum komin á gólfið ca. 90 sekúndum eftir að við komum í hús rétt eftir miðnætti og vorum þar til þrjú að undanskildum nokkrum mínútum þegar við skelltum í okkur vatni enda vökvaþörfin veruleg. Brjáluð brennsla og þurfti ég tvisvar að fara inn á klósett og þurrka svitann úr augunum á mér því ég var hættur að sjá. Var svona eins og að horfa út í gegnum sundgleraugu sem eru full af vatni!

Aðstoðaði Sonja Kjartans í nýju íbúðinni í dag við að fara að duttlungum Baldvins Ultima-Thule Víkverja sem er hennar sérlegi ráðgjafi í málningarmálum. Ekki að spyrja af kraftinum í Sonju. Er að gera góða hluti í nýju íbúðinni og ekki von á öðru en að hún verði glæsileg þegar allt er komið. Lánaði Ástu grillið mitt sem ég fékk í verðlaun á árshátíðinni í fyrra. Ástu vantaði grill og ég ákvað að grill í kassa gerði mann ekki saddann. Sátum í sólinni ásamt Guðrúnu þangað til ég renndi í Kringluna, keypti blómvönd handa mömmu í tilefni dagsins og tertur af Kristínu litlu frænku sem er á leiðinni í kórferðalag til Kanada í sumar.

Nú er síðan stefnan á Be Cool í Smárabíó eftir 20 mínútur...

Já, alltaf rólegar helgarnar hans Sigga...!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home