Að vera að vera ekki...
...það er spurningin! Fór með Unni á Be Cool með John Travolta í gærkvöldi. Fór því tvisvar í bíó þessa helgi, samanlagt með u.þ.b. 45 mínútna fyrirvara. Gaman af því. Myndin var svona lala... Eins og við var að búast með mynd sem heitir Be Cool. Fín videómynd ... á mörkunum að vera ástæða til að fara í bíó. Athyglisvert með John Travolta. Hann er svona eins og Hugh Grant. Alltaf eins. Er það sterkur karakter að þótt hann reyni eitthvað að leika þá er hann bara einhvern veginn hann sjálfur og þannig nokkurn veginn alltaf eins. Þeir eru hins vegar báðir mjög skemmtilegar týpur. Travolta var fínn í gær og bar myndina uppi.
Skoðaði síðuna hennar Siggu Víðis sem Steini sendi mér í commentinu. Þetta er stelpa sem er. Hefur staðið upp úr sófanum og gert hluti. http://siggavidis.blogspot.com/. Stórmerkileg stelpa og það að vera nýbúinn að sjá Hotel Rwanda færir svo miklu nær manni allt sem hún er að gera og segja. Öflug stelpa úti í Afríku að skipta máli. Frábært. Hvet ykkur til að kíkja við á blogginu hennar. Ég þekki hana ekkert en um mjög merkilegt framtak að ræða. Hún hefur verið að safna inn á bankareikninginn sinn fyrir ýmislegt á þessu svæði svo fátt eitt sé nefnt.
Tónleikar með Orkuveitukórnum og Landsvirkjunarkórnum í Grensáskirkju klukkan 20:30 annað kvöld. Verður örugglega skemmtilegt.
Er eitthvað hálftuskulegur í dag. Veit ekki af hverju. Brjálað að gera í vinnunni og algjörlega fjarri því að ég sjái fyrir endan á verkefnalistanum. Þarf að fara út og labba aðeins í kvöld. Nauðsynlegt að viðra mann...
2 Comments:
HÆHÆ....vá... ég datt algerlega inn í blogginn hennar Siggu.. þvílík fyrirmynd!
Ertu sjálfur að syngja á morgun??
Sonja
Já Sigga er algjör snilld! Er þó bara rétt byrjaður að lesa yfir bloggið hennar.
Jamm, er að syngja í kvöld.
Skrifa ummæli
<< Home