þriðjudagur, maí 10, 2005

Lífið getur stundum verið svolítið óútreiknanlegt...

Skellti mér í Söngskólann í vetur. Ákvað bara aðeins að prófa þetta og taka lítið sætt kvöldnámskeið. Gaman að læra svolítið á röddina. Hef löngum þótt nokkuð hávær skratti og því gæti verið skemmtilegt að reyna eitthvað að temja skrímslið.

Fór í söngtíma til Sigga Braga núna í hádeginu í dag. Þar jós maðurinn yfir mig lofi sem aldrei fyrr og ég vissi bara ekki alveg hvaðan á mig stóð veðrið. Hann spurði mig hvað ég ætlaði að gera í haust og sagðist ég hafa áhuga á að taka annað svona lítið og sætt kvöldnámskeið.

Hann leit hins vegar á mig íbygginn á svip og sagði að hann væri með fullt af nemendum á kvöldnámskeiðunum en það væru tveir, ég og einn tenór, sem hann vildi hvetja mjög ákveðið að fara í meira nám en bara kvöldnámskeiðin næsta vetur. Sagði að ég væri með það góða og mikla rödd að það væri synd ef ég færi bara á kvöldnámskeiðið. Með þessa rödd ætti ég fullt erindi í alvörunámið. Þar fengi ég miklu meira út úr þessu, tvo tíma á viku með honum, einn með píanóleikara, tónheyrn og ég-veit-ekki-hvað-og-hvað. "Já", sagði ég bara og ranghvolfdi augunum. Þetta var nú ekkert á döfinni...

Þarna er með betri söngkennurum landsins að halda þessa ræðu yfir Sigga litla skátalingi. Hvað á hann þá að gera? Jú, eins og honum er sagt!

Gott fólk..., ég er bara að spá í að skella mér í alvörunám í Söngskólanum í Reykjavík næsta haust. Ef þið hefðuð spurt mig klukkan hálf tólf í dag hefði mér þótt það fjarstæðukennt. Gæti reyndar flogið hringinn í kringum hnöttinn fyrir skólagjaldið en shit happens... ég get þá alla vega sungið í flugvélinni þegar ég verð búinn með þetta nám! Tek nú samt bara einn vetur í einu. ;) Hef engan metnað til að verða atvinnusöngvari. Það held ég að sé bölvað hark. Þú ert alltaf að selja þig alla daga hér og þar. Fyrirgefiði, ég nenni því ekki. Hins vegar er alltaf gaman að syngja þannig að ég bara kýli á þetta og sé til. Lífið er til þess að gera skemmtilega hluti og dömur mínar og herrar...þetta er skemmtilegt.

Ég skráði mig því áðan í grunndeild Söngskólans í Reykjavík. Inntökupróf 27. maí. Syng þá eitthvað fyrir einhvern og læt kylfu ráða kasti. Ég hlýt að komast fram hjá honum fyrst ég komst fram hjá Sigga.

Já..., "Life is like a box of chocolate. You never know what you get!"

4 Comments:

At 10.5.2005, 19:36, Anonymous Nafnlaus said...

vá ....en æðislegt að heyra!!! Á maður semsagt að fara panta þig áður en þú verður of frægur;o) líst vel á þetta!

 
At 10.5.2005, 22:05, Anonymous Nafnlaus said...

aaaaah ha ha ha ha ... Siggi, lærðirðu ekkert í viðskiptafræðinni. Gaurinn er að taka þig á elsta trikkinu í bókinni!

Ferlið er svona:
a)Fara út og kaupa, bíl, heitan pott, íbúð eða hvað sem þig langar í.
b) Finna einhvern auðtrúa sucker í vinnunni
c) Láttu viðskiptavininn (einnig þekktur sem auðtrúa sucker) sjá sjálfan sig fyrir sér sem hip cool og trendy á meðan hann nýtir vöruna eða þjónustuna sem þú býður.
d) Njóta þess sem keypt var í lið a í botn.

Endurtakist eftir þörfum.


æji - nei auðvitað ertu alveg frábær söngvari.

= Y =

 
At 11.5.2005, 10:31, Blogger Sigurður Viktor Úlfarsson said...

Right you are Steiner! Komandi úr viðskiptafræðinni velti ég þessum möguleika fyrir mér, þreyfaði bakatil og athugað hvort mér var einhvers staðar illt.

Gæinn er hins vegar að fara á límingunum vegna vinnuálags enda stjórnar hann x mörgum kórum og er með x í öðru veldi marga nemendur og x í fimmta veldi nemendur sem vilja vera hjá honum.

...svo var mér ekkert illt þegar ég þreyfaði...ekki fyrr en ég þreyfaði á veskinu...hahahaha...

 
At 11.5.2005, 11:27, Blogger Sigurður Viktor Úlfarsson said...

Takk Sonja mín. Til öryggis myndi ég þó hafa með mér eyrnatappana til að byrja með...svona til að grípa til í neyð. ;)

 

Skrifa ummæli

<< Home