fimmtudagur, maí 05, 2005

Upp á svið og upp á Keili!

Starfsmannafélagið hélt í gær bjór og grillkvöld í nýrri starfsmannaaðstöðu OR sem hefur óformlega hlotið það ágæta nafn - Flöskuháls (stóð undir nafni í gær!) og er staðsett í göngunum milli stóra hússins við Bæjarháls og nýja norðurhússins við Réttarháls. Ákveðið var að Agressobandið myndi troða upp en það skipum við Óskar Jóhann Óskarsson. Þegar ég byrjaði hjá OR starfaði ég með honum að málefnum tengdum Agresso fjárhagsupplýsingakerfinu. Þegar við höfum spilað í partýum o.þ.h. þá hefur orðið til þetta líka fína nafn á bandið - held ég bara nokkurn veginn frá fyrstu tíð. Bandið er reyndar opið í alla enda (er ekki band heldur teygja) og er skipað þeim sem er á staðnum með hljóðfæri hverju sinni.

Við æfðum því á þriðjudagskvöldinu fram yfir miðnætti spilandi og syngjandi í Orkuveituhúsinu öryggisvörðunum til ánægju og yndisauka og tróðum síðan upp við ágætisundirtektir í gærkvöldi. Ég hef mjög sjaldan áður spilað FYRIR fólk á sviði. Hef hingað til almennt verið í því að spila MEÐ fólki, þ.e. stjórna fjöldasöng en ekki verið hljómsveit á sviði. Þetta var hins vegar stórskemmtilegt (fyrir okkur allavegana! :) , fólkið dansaði eins og það ætti lífið að leysa sem við ákváðum að reiknaðist okkur klárlega til tekna! Ótrúleg kvenhylli sem maður nær með svona gítarspili. Verst að allar konurnar eru komnar langt á sextugsaldur eða þaðan af eldri...ég þarf kannski að fara að endurskoða hjá mér lagavalið...hmmm... :)

Uppstigningardagur stóð undir nafni og stigum við Unnur upp úr sófanum og þaðan á Keili í sólinni. Flottur túr, kakó og kleinur á toppnum, sund á eftir og loks American Style í kjúklingasalat. Ég held ég hafi bara ekki komið á Stælinn síðan einhvern tímann í fyrra. Alltaf ljúft og ég mæli með kjúklingasalatinu. Dugar venjulegu fólki lengi...brennsluofninum í mér hins vegar ekki alveg nógu lengi en gott er það meðan á því stendur...og meira að segja hollt!
Þeir sem vilja vera á ég-er-að-fara-upp-á-fjall - sms-listanum eru hvattir til að skrá sig hér í commentunum!

2 Comments:

At 6.5.2005, 11:08, Anonymous Nafnlaus said...

Maður er bara hálfsmeik við að commenta...gæti lent á lista fyrir hreyfingu....híhi...

 
At 6.5.2005, 18:19, Blogger Sigurður Viktor Úlfarsson said...

Úff, það væri svakalegt!

 

Skrifa ummæli

<< Home