laugardagur, janúar 29, 2005

Danmörk komin á línuna...

Hanna sendi fréttabréf í dag frá Danmörku. Kristófer er kominn aftur á fullt í skólann eftir jólafrí og byrjaður í karate. Úff, þar hlýtur hann að fíla sig.

Þau eru komin með blogg...setti það upp hérna á hægri vænginn.

Fullkomin perla frá Óttari af blogginu þeirra...

"Litli prinsinn er snillingur. Eitt kvöldið vorum við að labba heim og máninn glotti yfir okkur. "Heyrðu!" sagði hann allt í einu. "Minnkar tunglið hraðar en ég get hlaupið?". "Ha" sagði ég og skildi ekkert hvað hann átti við. Hann útskýrði málið betur fyrir mér. "Já, ef ég er á tunglinu og það er að minnka, get ég þá hlaupið hraðar en það minnkar eða dett ég út af því?" Ég verð að viðurkenna að mér hefur aldrei dottið svona í hug. En þetta gaf okkur tækifæri til að spekúlera heilmikið í stjörnufræði þar sem ljósastaur var sólin, ég var jörðin og hann hljóp í kring um mig sem tunglið."


Já, mikið óskaplega er ég lánsamur maður að ...a)... eiga svona frábæran strák og ...b) ... vita af honum í svona góðum höndum.

Þetta er svo sannarlega stórfínt líf!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home