laugardagur, janúar 29, 2005

Fiesta 2.0

Kíkti við í Brimborg í dag. Hef verið að bíða eftir því að þeir fengju Fiestur í húsið. Er að spá í að uppfæra. Búinn að skoða og prófa fullt af öðrum bílum en fíla Fiestuna langbest. Lítil, snörp, fersk og snaggaraleg! Var kominn með samning af Focus í hendurnar fyrir mánuði en ákvað að downgreida niður í Fiestu. Sé ekkert eftir því. Prófaði nefnilega nýju Fiestuna í dag. Meiriháttar! Kom algerlega á óvart.

Prófaði 1,6 bílinn, sjálfskipta útgáfu. Átti nú ekki von á miklum frískleika í sjálfskiptum bíl en þegar ég botnaði hann þá hreinlega stökk hann af stað. Glæsileg frammistaða af sjálfskiptum bíl. Ég er að skoða 1,4 l. beinskiptan en mér skilst að það sé mjög lítill munur á þeim þótt minn verði líklega lítið eitt slakari beinskiptur en 1,6 bíllinn sjálfskiptur. Pantaði því einn svartan, álfelgur á gripinn og verður málið skoðað betur á miðvikudaginn næsta. Jibbííí!!!!

Ætla mér að leigja gripinn. Skrítinn heimur. Ef maður á engan pening í útborgun er eiginlega ekkert hærra mánaðargjald með því að leigja nýjan bíl í stað þess að kaupa gamlan.

Það er með nokkrum trega sem ég segi skilið við Fiestuna mína. Fyrsti bíllinn minn. Keypti hann sem einhvern ódýran kerlingabíl haustið 2000 með það fyrir augum að eiga hana í eitt til tvö ár. Síðan hefur hún komið mér og mun fleirum verulega á óvart. Frábær bíll. Höfum farið víða saman og lent í ýmsum ævintýrum. Ég hef farið á honum upp og niður fjöll, yfir ár og eftir vegum og slóðum sem var klárlega ekki gert ráð fyrir að hann færi þegar hann var hannaður. Á Úlfljótsvatn smekkfullur af mat fyrir 50 manns í brjálaðri hríð, Fiestan í fararbroddi og foreldrarnir á jeppum. Hún stóð sig eins og hetja! Fór meira að segja einu sinni Þúsundvatnaleiðina uppi á Hellisheiði á henni. Þá er farið meðfram Skarðsmýrarfjallinu, áfram inn í Fremstadal og síðan 15 sinnum fram og til baka yfir Hengladalsánna og að lokum aftur út á veg. Það var reyndar frekar lítið í ánni þennan dag og ég fór MJÖG varlega en hún fór létt með þetta. Usss... ekki segja henni að hún sé ekki jeppi. Ég er búinn að telja henni trú um það í mörg ár, hún er löngu orðin sannfærð og maður kemst ýmislegt á sannfæringunni.

Hún er hins vegar komin á aldur þrátt fyrir að hún beri aldurinn með miklum sóma. Er við það að hoppa yfir í sexstafatölu þannig að ætli maður þurfi ekki að skipta henni út fyrir yngri systur. Sorrý stelpur, harður heimur! Set upp svona In Memorium albúm um Fiestuna 1.0 á næstunni. Þarf að safna saman myndum....

Maður verður því kannski bara kominn á nýjan bíl fyrir næstu helgi!!! Glæsilegt!

Sjáið nýju Fiestuna mína í action hér. Þarf nokkuð góða tengingu til að skoða videóið.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home