Barnið mitt á baksíðu Moggans í dag...
Brjálað að gera... Maður er því alveg búinn að vanrækja litla bloggbarnið sitt undanfarna daga.
Heyrði hins vegar í Kristófer fyrir helgi. Æi það er alltaf svo ljúft að heyra í honum karlinum. Hann á fullu að verða karatetöffari í Danaveldi. Kannski pabbi hans ætti bara að skella sér í austurlenskar bardagaíþróttir. Hef í alvöru verið að velta fyrir mér Thai Kwon Do (held það sé skrifað svona). Þetta er svona snerpu action íþrótt, maður þarf að mæta á ákveðnum tímum og svo er þetta svona hæfilega framandi og skrítið til að geta hugsanlega haldið einbeitingu minni í einhvern tíma. Skoða málið...!
Stutt dagbók síðustu daga...
Fimmtudagur...fórum starfsmannahaldið á vínsmökkunarnámskeið hjá Eðalvínum og þaðan heim til Sólrúnar um kvöldið.
Frábært námskeið þar sem maður draup á góðu víni, smakkaði síðan eitthvað salt og draup aftur á og þá smakkaðist vínið allt öðruvísi. Smakkaði síðan smá sætan mat og aftur bragðaðist vínið allt öðruvísi. Smakkaði síðan sterkan mat og enn og aftur bragðaðist vínið allt allt öðruvísi. Mjög athyglisvert. Vissuð þið t.d. að ef þið eruð með vínber með ostabakkanum ykkar þá "drepið" þið rauðvínið. Ef þið prófið það þá næstum því hverfur bragðið af víninu þegar maður fær sér vínber. Mjög sniðugt að salt eyðir út stemmubragðinu af rauðvíni. Stemmubragðið er þetta ramma sem mörgum er í nöp við. Ef þið kaupið vín með matnum og ykkur finnst vera of mikið stemmubragð af því, saltið þá einfaldlega kartöflurnar aaaðeins meira og þá hverfur stemmubragðið af víninum. Snilld!!!
Fórum síðan heim til Sólrúnar þar sem Snævar ofureiginmaður töfraði fram dýrindis ostabakkaveitingar sem aldrei fyrr. Ótrúlega öflugur maðurinn!
Á föstudaginn var uppskeruhátíð STOR þar sem "fólkinu á bakvið tjöldin" var verðskuldað boðið út að borða. Skemmtilegt kvöld sem hófst á minjasafni OR í Elliðaárdal, fórum síðan niður á Rauðará þar sem Food & Fun matseðillinn var innbyrtur. Magnað hvað hægt er að búa til góðan mat. Bragðlaukarnir fengu alveg sjokk í hverjum bita.
Áfram var haldið á Thorvaldsen bar þar sem við vorum að eitthvað frameftir og hitti ég meira að segja félaga Þorlák Karlsson og frú - í action á dansgólfinu eins og öflugum mönnum er lagið! Urðu þar fagnaðarfundir. Dönsuðum aðeins þar, síðan skruppum við Ásta og Unnur yfir á Dubliners, dönsuðum aðeins þar, aftur yfir á Thorvaldsen og heim. Frábært kvöld. Hafði reyndar byrjað aðeins fyrr þar sem ég mætti í vísindaferð stærðfræði- og eðlisfræðinema upp í OR og var síðan skilin eftir með það dæmi í fanginu þar sem hinir OR starfsmennirnir voru á leið á djammið. Tæklaði það og enginn dó.
Flott sýning í 100°, sýningarsal OR á Bæjarhálsinum bæðevei. Hvet fólk til að kíkja við. Meðal annars húsamyndir frá Ólafi Elíassyni...nokkuð töff. Einnig þessi líka glæsilegi rass uppi á vegg. Vissulega töff en hefur farið fyrir brjósið á sumum. :)
Laugardagur og sunnudagur fóru í vinnu (action fyrir launakeyrslu) og úrvinnslu úr skoðanakönnuninni frægu. Frægu er ekkert ofsagt því hún var á baksíðu Moggans í dag. Það hefði nú mátt lesa greinina aðeins betur yfir en skilaboðin komust til skila. Glæsilegt!
Síðan tókum við nokkur því rólega á laugardagskvöldið heima hjá Ástu í videó. Ágætt eftir ólæti föstudagskvöldsins.
Siggi söngkennari veikur í dag. Það er eiginlega ágætt þar sem ég var að skoðanakannast til fjögur í nótt og líklega ekki sérlega raddfagur í dag.
Kvöldið fer í skoðanakönnunina. Nú fer þessu vonandi að linna þegar líða tekur á vikuna. Held ég muni samt ekki ná að klára þetta alveg fyrr en um næstu helgi. Það passar. Þá er ég að taka að mér aðra! :) Maður verður að hafa eitthvað að gera. Hún verður hins vegar meðfærilegri heldur en þessi...famous last words!
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home