fimmtudagur, júní 16, 2005

Svava

Svava, mamma hennar Gunnu er látin. Verður jarðsungin á mánudaginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík kl. 13.
Takk Svava mín fyrir alla hjálpina aftur og aftur þegar þú vildir allt fyrir okkur gera. Þakka þér líka fyrir allan góða matinn sem þú töfraðir fram handa okkur með reglulega millibili og lagðir allt þitt í. Takk fyrir að vera alltaf svona góð við Kristófer. Takk fyrir allt og allt.
Sofnar drótt,
nálgast nótt,
sveipast kvöldroða
himinn og sær.
Allt er hljótt,
hvíldu rótt,
Guð er nær.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home