fimmtudagur, mars 10, 2005

Hjörtur & Hólmurinn

Heyrði aðeins í félaga Hirti von London á MSN í morgun. Gaman að því. Kappinn þrítugur í dag! Been there - done it! Ég spurði hann hvernig hann væri að fýla það að vera kominn á fertugsaldurinn. Hann var ekki nægilega sáttur, sagðist vera þunnur, þreyttur og hálf illa fyrirkallaður enda mikið og krefjandi vinnudjamm í gær! :) Sagði því að fjórði áratugurinn virkaði því frekar strembinn svona enn sem komið er! :)

Söngur í Söngskólanum á mánudag, söngur með Skátakórnum á þriðjudag, söngur með Orkuveitukórnum á miðvikudag, söngur með Herði Torfa á tónleikum í Stykkishólmi í kvöld... Glæsilegt!

Heyrði í meistaranum í fyrradag og var hann mikið sáttur að við systkinin skyldum ætla að láta sjá okkur Vestur. Alltaf gaman í ferðalögum og á tónleikum! Verða haldnir á Narfeyrarstofu í Stykkishólmi sem lítur alla vega mjög vel út á netinu.

Kíkti við hjá Steina hjá Flugleiðum á mánudaginn í stutt brainstorming varðandi Flugleiðavefinn. Lét þar móðan mása með aðstoðarbeibunum hans Steina og hafði bara nokkuð gaman af. Stal síðan gestapassanum og fattaði það ekki fyrr en ég var kominn upp í vinnu. Sendi Steina hann. Ertu búinn að fá hann karlinn?

Er síðan á leiðinni á Pilobolus í Laugardalshöllinni á laugardagskvöldið með STOR (Starfsmannafélagi OR). Verður örugglega skrítið og skemmtilegt. Getur einnig verið að ég skelli mér á dansnámskeið um helgina en það er þó ekki alveg öruggt ennþá. Síðan er það bara gamla góða skoðanakönnunin sem kemur ennþá sterkt inn. Er að byrja á annarri í næstu viku þannig að það væri mjög jákvætt að ná að klára þá fyrri núna næstu daga. Mmm...

Er annars búinn að fá sumarbústað í Straumnesi yfir páskana. Allt skemmtilegt fólk velkomið á svæðið.

Semsagt, lífið bara rólegt, afslappað og yfirvegað eins og venjulega!!! ;)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home