mánudagur, janúar 17, 2005

...allt á fullu og ekkert sungið!

Nú er allt á fullu í Verzlókönnunarverksmiðjunni Hólsvegi 10. Þessi pakki verður afgreiddur á nýju Íslandsmeti og svei mér þá ef það er ekki fræðilegur möguleiki á því að þetta verði klárt á morgun. ("Fræðilegur möguleiki" er það þegar maður gefur sér þá staðreynd að morgundagurinn komi og veit að maður þarf einfaldlega að sníða sér stakk eftir vexti og skila á morgun einhverjum pínulitlum snöggsoðnum niðurstöðum). Þær eru kannski bara bestar þannig.

Nafni minn Bragason var lasinn í dag og því féll söngtíminn niður. Hentaði mér svosem ágætlega. Renndi þó í tónfræðitíma og viti menn...hefur ekki oft gerst í minni skólasögu...ég mætti lærður í tíma!!!!!!!!!!! Var sem sagt búinn að læra heima. Þetta gerðist nú ekki mjög oft á tíunda áratugnum en mögulega nokkrum sinnum á þeim níunda. Þá var maður ungur og saklaus...nú er maður bara...tja...heyrumst á morgun!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home