Njáll er aumingi!!!
Hef ekki riðið feitum hesti frá flugeldamálum þessi áramótin. Gerði mér ferð inn í Skjöldungaheimili og ákvað að styrkja Skjöldunga og HSSR með vígalegu framlagi þetta árið þar sem maður hefur lítið komið nálægt starfinu í ár.
Keypti svakatertu sem heitir því þjóðlega nafni Njáll á Bergþórshvoli. Ætlaði síðan að fara að skjóta henni upp á miðnætti en, nei ó nei, ekkert gerðist. Kveiknaði bara ekki í nokkrum sköpuðum hlut. Steindauð. Var í lengri tíma að beita öllum hugsanlegum aðferðum til að kveikja í helv... tertunni. Endaði með því að troða hverju logandi stjörnljósinu ofan í hana á fætur öðru og ekkert gerðist. Ekki bofs.
Fór með hana upp í hjálparsveit eftir áramót og fékk henni skipt fyrir aðra eins. Skaut henni upp í gærkvöldi. Byrjunin var mjög flott en síðan - dó hún líka!!!! Hvað hef ég gert til að verðskulda þetta? Það kveiknaði á ca. 20% tertunnar. OFURSVEKKJELSI!!!! Veit ekki hvort ég nenni með hana aftur. Enda tilgangslaust nema þá til að láta HSSR vita af þessu. Kannski er ég bara óheppnasti flugeldakaupandi ársins - það gæti verið!
<< Home