föstudagur, janúar 07, 2005

Viðburðaríkur dagur!

Var í fríi í dag þar sem Kristófer heldur af landi brott í nótt áleiðis til Danaveldis.

Hef tekið að mér að gera stóra skoðanakönnun fyrir Verzlunarskólablaðið í fjórða skiptið. Er eiginlega orðinn áskrifandi að þessu. Var plataður í þetta vorið 1995 þegar ég var enn í skólanum. Verzlunarskólablaðsmenn hringdu í Gallup sem nenntu þessu ekki en bentu á mig þar sem ég vann hjá þeim og var í Verzló. Síðan var þetta endurtekið 1997, árið 2000 átti að gera þetta en var hætt við og árið 2003 var könnunin framkvæmd í þriðja skiptið.

Um er að ræða 101 spurningu á 11 blaðsíðum og verður hún lögð fyrir alla nemendur skólans í kennslustund á þriðjudaginn næsta.
Kláraði yfirferð yfir spurningalistann í dag og var hann sendur í prentun. Næsta skref er að setja upp eitthvað innsláttarform í Access. Kann það svona mátulega en hlýtur að reddast.
101 spurning x 1.100 nemendur = 111.100 spurningar sem þarf að slá inn. Veruleg vinna. Síðan tekur við úrvinnslan. Æði!

Höfðum það svo gott saman feðgarnir, sóttum mömmu á spítalann (hún er semsé komin heim) og skruppum síðan í sund upp í Breiðholtslaug.
Fékk óvænt símtal frá Ebba þar sem hann vantaði aukahendur í að skipta út ísskápnum hjá sér. Lítið mál, við feðgar mættum á svæðið og höfðum gaman af. Alltaf gaman þegar vinir manns leita til manns eftir aðstoð og maður getur verið þeim innan handar og létt þeim lífið.

Milli 18 og 21 var síðan kveðjuveisla mikil fyrir Kristófer og mætti megnið af familíunni, alls 15 manns. Skipulagningin var í mínum höndum og Birnu systur. Gerðum ofurinnkaup á KFC, 30 kjúklingabitar og böns af frönskum. Fór síðan í ísbúðina í Faxafeni og bað um 6 STÓRA bragarefi. Bað reyndar fyrst um stóran bragðaref fyrir 14 manns og hélt það myndi líða yfir stelpuna. Stórskemmtilegt kvöld - alltaf gaman að hittast - ofurhress hópur. Sigrún Birna mætti með nýjan meðlim í fjölskylduna, Einar, fínn strákur og fær prik fyrir að þora að mæta í svona fjölskylduboð til ömmu!!!

Sporðrenndum öllu gumsinu og síðan valt hver til sýns heima.

Við Birna fórum loks með Kristófer til Hönnu sem gisti hjá Ástu Bjarney. Gekk illa að sofna blessuðum en vonandi tekst það í flugvélinni. Nú hlakkar maður bara til vorsins þegar þau koma aftur til landsins. Kemur í ljós hvort maður fer eitthvað út í millitíðinni.

Heyrði líka í Gunnu í dag frá Brussel. Gott að heyra í henni. Þótt okkur hafi ekki verið ætlað að vera saman til framtíðar þá er ómetanlegt að eiga hana og Kristbjörn að sem vini. Allt er gott sem endar vel segir máltækið.

Semsagt stórskemmtilegur fjölskyldudagur. Magnað að eiga svona mikið af góðu fólki í kringum sig!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home