sunnudagur, janúar 09, 2005

Djamm, söngur og skíði

Don Alfredo risarækjubóndi bauð starfsmönnum til árlegs þrettándafagnaðar í gærkvöldi en hefð er fyrir því að stjórnarformaðurinn bjóði í partý helgina eftir þrettándann. Þetta var að sjálfsögðu glæsilegt eins og alltaf þegar Maggi kokkur og félagar galdra fram uppákomur sem þessar.

Hápunktur kvöldsins var þegar Karlakór Reykjavíkur raðaði sér upp á neðstu brúna í glerbyggingunni og á tvær hæðir í hringstiganum og "blastaði" húsið. Magnað! Ótrúlega flottir!!! Það var eins og lenda undir foss þegar þeir byrjuðu að syngja. Ég átti von á því að hljóðið færi allt einhvert út í buskann en þetta var meistaraverk. Seinasta lagið var svo djúpt niðri að bassinn ég dauðskammaðist mín. Ég er náttúrlega bara eins og pínulítill austurískur kórdrengur við hliðina á þessu liði. Það er semsagt komið á verkefnalistann, þennan langa, að prófa einhvern tímann svona karlakór. Rosalega flottir!

Við Ásdís Nýsjálendingur gerðumst áskrifendur af Sushi og tælenskum mat sem og konfekti og rauðvíni. Voða gott enda bæði áhugafólk um mat - og nóg af honum! Nokkur lög voru rödduð þegar líða tók á kvöldið upp úr þurru í góðra vina hópi úti á miðju gólfi sem var mjög skemmtilegt. Lenti á "full-langri" kjaftatörn við ofuráhugasaman skátaforingja með glampa í augunum. Þegar maður er í skátaletikasti eins og ég þessi misserin er gaman að geta blásið fólki smá kapp í brjóst í baráttunni.

Enduðum heima hjá Helgu Ívars og hélt Agressobandið uppi stemningu þar þangað til flestir voru annað hvort farnir, meðvitundarlausir nema hvort tveggja væri.
Skiluðum Hrefnu til vinar hennar sem við höfðum Isovottað á leiðinni og er hann því vottaður elskhugi samkvæmt ISO69 staðlinum. Nei, kemur ekki nálægt Orkuveitunni nema vera ISO vottaður!

Og ekki var þetta búið ónei! Nú héldum við Óskar í Akoges salinn. Þar hafði hann frétt af einhverju balli galdrafólks af Hornströndum. Stoppuðum stutt við þar en spjölluðum síðan í hátt í tvo tíma fyrir utan Hólsveginn áður en kvöldið var úti. Topp maður Óskar! Flott kvöld!

Vaknaði í morgun tilbúinn að skella mér á skíði í Bláfjöll eða eitthvert. Fattaði ekki fyrr en ég var kominn út og með skíðin í höndunum að bíllinn var uppi í Orkuveituhúsi. Ansk... Skipti snögglega um plan og labbaði á gönguskíðunum upp í Orkuveitu í gegnum Laugardalinn og Elliðaárdalinn með viðkomu í barnabrekkunni í telemarksveiflu.
Verkefni vikunnar: Endurnýja skíðastafina mína og áburðinn

Hanna og Kristófer komu til Álaborgar um ellefuleytið í gærkvöldi eftir hátt í 18 tíma ferðalag í vitlausu veðri og látum. Allt er gott sem endar vel.

23 klukkutímar og 30 mínútur í Söngskólann. Hlakka ekkert smá til! Meira um það á morgun.

6 Comments:

At 9.1.2005, 19:49, Anonymous Nafnlaus said...

HÆHÆ ... Rakst á síðuna þína þegar ég var að skoða hjá Gunnu!! Takk fyrir jólakortið!! Gleðilegt ár og takk fyrir allt á því gamla! Kv. Sonja ...(hans Gísla;o)

 
At 9.1.2005, 19:51, Anonymous Nafnlaus said...

Ps.... við vorum barasta í Bláfjöllum líka í gær...hele familien...á ÞOTU ..;o)

 
At 10.1.2005, 16:09, Blogger Sigurður Viktor Úlfarsson said...

Sömuleiðis Sonja, velkomin í heimsókn!

Var einmitt að kíkja á síðuna hjá ykkur um daginn, þegar ég fékk jólakveðjuna frá Gísla, og dáðst ferðaplaninu fyrir Ameríku. Ég mæli með því að þið gerið stuttmynd um þetta. Þetta verður sjónvarpsefni! Ég sé hópinn alveg fyrir mér á krúsi um Ameríku. Þetta verður æðislegt!

 
At 11.1.2005, 23:44, Anonymous Nafnlaus said...

Jahh.. hver ANDskotinn... á dauða mínum átti ég von.
En kannski ekki skrýtið að jafn kjaftaglaður maður og þú setjir upp bloggsíðu ;-)

Fínt fínt - búinn að subscribe:a þannig að nú fæ ég allar uppfærslur á síðunni beint í æð(i).

Allavegast - mér sýnist af lestri síðunnar að ég þurfi að bjóða þér í heimsókn að njóta þess að ég tók nýja maníu um daginn - nebblega Sushigerð... love the stöff.

Allavega - Gleðilegt nýtt ár og þakka kærlega fyrir það gamla vinur minn.

Steini.

 
At 12.1.2005, 10:35, Anonymous Nafnlaus said...

ohh...Siggi ... þú hefðir ekki átt að koma með þessa hugmynd... nu fer ég að ath með allar vídeogræjurnar.. damdídammdí..kv Sonja

 
At 12.1.2005, 20:02, Blogger Sigurður Viktor Úlfarsson said...

Velkominn á svæðið Steini kæri vinur og gleðilegt ár sömuleiðis!

Já, kjaftaglaður og frekar snöggur að pikka sem er heppilegt þegar blogg er annars vegar!

Alltaf til í sushi! Finnst það reyndar alltaf jafneinkennilegt á bragðið en hef lengi verið áhugamaður um skrítið bragð og hoppa glaður út í djúpu laugina!


Sonja, þetta verður frábært! Við erum að tala um meiriháttar kvikmyndaafrek!

Gaman að sjá ykkur bæði!

 

Skrifa ummæli

<< Home