fimmtudagur, janúar 06, 2005

Söngur, sjúkrahús og hús uppi í tré!

Já Scala er málið!!! Bókaði mig í gær á söngnámskeið í Söngskólanum í Reykjavík. Verður mjög skemmtilegt! Ekkert svakalegt nám bara 7 vikna námskeið, alla vega til að byrja með. Tókst meira að segja að plata Ragga rakara með mér.

Verðum hjá Sigurði Bragasyni og skiptist þetta í einn söngtíma og einn tíma í tónfræði og nótum á viku. Mjög spennandi. Gaman að læra kannski svolítið að beita röddinni rétt sem maður hefur verið að þruma yfir mann og annan í áraraðir. Merkilegt hvað hún hefur þó enst blessunin. Venjan í Básum var nú að maður hélt kvöldvöku á laugardagskvöldinu þar sem maður "blastaði" yfir nokkur hundruð manns og var síðan raddlaus í tvo daga á eftir...síðan byrjaði hringurinn aftur næsta laugardag.

Tók mér annars frí í vinnunni eftir hádegi í dag til að vera með Kristófer. Hann kom um miðjan desember og fer núna á laugardagsmorguninn 8. janúar. Er því búinn að fá frí á morgun líka. Við eigum því heilan dag á morgun saman feðgarnir. Stefnum á að komast svolítið lengra í Ævintýrahöllinni eftir Enid Blyton áður en hann fer út. Efast þó um að við náum að klára hana. Tókst þó að klára Ævintýraeyjuna um daginn og megum því vel við una. Blesspartý fyrir Kristófer á annað kvöld, mæting milli 18 og 19. Allir velkomnir!

Komum við á Bústaðaveginum í Blómasmiðjunni hjá Gísla og keyptum blóm og litla gjöf áður en við feðgar heilsuðum upp á mömmu á Landsanum. Viðhald í gangi og von á henni heim á morgun. Sáum meiriháttar flott hús uppi í tré í húsi við hliðina á Landspítalanum. Held það heiti Barónstígur. Mæli með bíltúr þangað!

Bless í bili...

2 Comments:

At 7.1.2005, 10:54, Blogger Jon Ingvar said...

Gleðilegt ár - þakka gamalt og liðið! Til hamingju með að vera kominn í bloggsamfélagið (hehe). Og já ég bið að heilsa honum Sigurði Bragasyni, þekki son hans vel.

 
At 8.1.2005, 02:14, Blogger Sigurður Viktor Úlfarsson said...

Takk fyrir það Jón Ingvar! Alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt, hvort sem það er blogg eða söngnám.

Skila kveðju til Bragasonar frá Bragasyni.

 

Skrifa ummæli

<< Home