Til hamingju Sonja!
Hitti Sonju, Gísla og hin fimm fræknu í gær. OR veitir árlega styrki til kvenna í verk- og tæknifræði annars vegar og í iðngreinum hins vegar á sviðum sem nýst geta Orkuveitunni.
Í ár voru fjórar konur valdar úr og ein þeirra var Sonja sem er að læra byggingatæknifræði við HR. Önnur var reyndar Berglind nokkur sem vinnur hjá OR og býr í Vallarhúsi við hliðina á Öldu systur.
Það var sérstaklega skemmtilegt að koma inn í salinn og sjá hvernig Sonja og fylgdarlið tók næstum allan fremsta bekkinn (held það hafi vantað 2 sæti upp á). Þarna voru mætt Sonja og Gísli, allir krakkarnir, mamma og tengdó. Ótrúlega flottir krakkar...og auðvitað mamman!
Rosalega gaman að hitta ykkur - Long time no see.
Það er reyndar skemmtilegt frá því að segja að Sonja og fyrrnefnd Berglind eiga fleira sameiginlegt en að vera hinar útvöldu meðal kvenna. Þær eru nefnilega einnig hinar útvöldu þegar kemur að börnum. Berglind á nefnilega stelpu fædda ´93 og síðan eiga þau hjónin tvenna tvíbura fædda ´97 og 2001, alls fimm í allt. Heldur betur happy hour þarna!
Krakkarnir þeirra voru ekki mætt í gær en hefði verið mjög skemmtilegt ef öll strollan, 10 börn, hefði verið á staðnum. Það hefði vissulega vakið athygli! Glæsilegur hópur!
Annars allt geðveikt að gera í vinnunni. Erum að gera áætlanir fyrir næsta ár. Hlaupa náttúrlega á milljörðum í svona stóru fyrirtæki. Þetta verða svo eitthvað-út-úr korti tölur í svona stóru fyrirtæki og maður þarf að klípa sig reglulega í handarbökin og minna sig á að eitt prósent til eða frá SKIPTIR MÁLI því það hleypur á tugum milljóna. Skemmtilegt að hafa eitthvað fyrir stafni! :)
Fékk aðrar fréttir í dag: Verð með tónleika í Söngskólanum 25. október klukkan 20 ásamt öðrum nemendum sem eru að læra hjá Sigurði Bragasyni söngkennara. Já, í ýmsu lendir maður! En ætli maður massi þetta ekki. Vandamálið er auðvitað hjá hlustandanum en ekki flytjandanum komi þetta illa út. Ég verð búinn að æfa það mikið að ég verð orðinn samdauna þessu. Hlýtur samt að sleppa! :)
Hey, ert þú strákur og langar að skipta ærlega um umhverfiog syngja með skemmtilegu og spræku fólki einu sinni í viku. Skátakórinn getur bætt við sig röddum, sérstaklega tenórum. Aðrar raddir velkomnar líka. Endalaust skemmtilegt prógramm í gangi í vetur. Erum að syngja ýmiss popplög með Bee Gees (Tragety), Bítlunum, Steve Wonder og t.d. lögin Puttin' on the Ritz og You've got a Friend svo eitthvað sé nefnt. Þetta verður verulega skemmtilegur vetur!