Franskar konur fitna ekki!
Hvað er í gangi?
Fórum niður í Smáralind fyrir nokkrum dögum og í bókabúðina Eymundsson. Þar blasti við okkur metsölulistinn og viti menn; í öðru sæti yfir mest seldu bækur á Íslandi er metsölubókin "Franskar konur fitna ekki". Hvernig stendur á þessu?
Hvernig stendur á því að mörg þúsund konur láta plata sig til að kaupa svona bók? "Franskar konur fitna ekki"! Maður þarf ekki annað en að ganga eftir götum Parísarborgar til að sjá að þær fitna alveg jafnt og aðra konur. Getur reyndar verið að þær fitni ekki eins og BANDARÍSKAR konur en hei, hver gerir það...aðrir en kannski bandarískir karlar.
Það er skelfilegt að hægt sé að selja svona bækur í þúsundavís fólki sem heldur að þær muni bjarga því. Hvað er til ráða? Ég veit það ekki. Kannski hnattræn sjálfstyrkingarherferð fyrir konur! Get reyndar ekki hreykt mér af því að vera duglegur að fara í ræktina en geri mér grein fyrir að ég breyti því ekki með svona cheap sjálfstyrkingarbók.
1 Comments:
Leyndarmálið við franskar konur er að þær eru mjög klárar við að draga fram það besta hjá sér. Hvort sem það eru fótleggir, axlir, hár, brjóst... Það fyrsta sem maður tekur eftir hjá þeim er það sem þær leggja mesta áheirslu á semsagt, sá hluti sem þær eru ánægðastar með. Sem gerir þær í yfirburðum glæsilegri en þær þýsku eða þær bresku, sem oft kunna ekki að klæða sig. Frakkar borða líka mikið af grænmeti og salati. Og kunna svo sannarlega að matreiða það ... ég veit ekki hvað stendur í þessari bók, en það er svo sannarlega eitthvað til í því að það meigi taka franskar konur sér til fyrirmyndar í "framsetningu".
Bestu kveðjur frá París, Rósa
Skrifa ummæli
<< Home