fimmtudagur, október 27, 2005

Til hamingju með prinsessuna Steini og Herdís!!!

Steini og Herdís eignuðust litla prinsessu síðastliðna nótt klukkan átta mínútur yfir þrjú. 3370 gr. og 52 cm.

Frábært og til hamingju með þetta...og Alma Sól...til hamingju með að vera orðin STÓRA SYSTIR.

Mikið er það gaman þegar fólk er að eignast svona falleg börn allt í kringum mann. Árni og Guðbjörg nýbúin og Gunna og Kristbjörn á leiðinni með eitt.

Skemmtilegt!

föstudagur, október 21, 2005

Tónleikar á þriðjudaginn!

Nemendatónleikar

Fyrstu nemendatónleikar vetrarins verða
þriðjudaginn 25. okt. n.k. kl. 20.00
í Tónleikasal Söngskólans í Reykjavík, Snorrabraut 54 - Snorrabúð

Söngvararnir eru nemendur Signýjar Sæmundsdóttur og Sigurðar Bragasonar:

  • Aron Axel Cortes
  • Guðbjörg Björnsdóttir
  • Haraldur S. Eyjólfsson
    Haraldur Björn Sverrisson
  • Hildigunnur Einarsdóttir
  • Íris Elíasdóttir
  • Jenný Lára Arnórsdóttir
  • Ólafur Siurðsson
  • Rafn Hilmar Elvarsson
  • Ragnheiður Þórdís Stefánsdóttir
  • Sigurður Már Guðjónsson
  • Sigurður Viktor Úlfarsson
  • Skúli Sigurðsson
  • Þórunn Elfa Stefánsdóttir

Píanóleikarar: Krystyna Cortes og Lára S. Rafnsdóttir

Efnisskráin er afar fjölbreytt:
Íslensk þjóðlög og sönglög, erlendir ljóðasöngvar og dúettar, antík-aríur og aríur og dúettar úr óperum. Dagskránni lýkur með aríu Næturdrottningarinnar úr Töfraflautunni eftir Mozart.


Allir velkomnir
Söngskólinn í Reykjavík