...og vika
Vikan fór í brjálaða vinnu þar sem lífið var eiginlega bara söngur, stuttur svefn og vinna frá 8/9 á morgnanna til 2/3/4 á næturna við afturvirkar launaleiðréttingar 300 manna og kvenna 2 1/2 ár aftur í tímann. Þetta gekk þó allt að lokum og var mikið spennufall í starfsmannahaldinu á hádegi á föstudag þegar launaskráin var send til Reiknistofu bankanna og launaseðlarnir í prentun.
Seinni hluta föstudags fór stjórn STOR (starfsmannafélag Orkuveitunnar) austur í Úthlíð eftir hádegi að kíkja á sumarbústaðarlóðir. Ákváðum að nýi bústaðurinn okkar færi þangað á mikið fína lóð sem okkur stendur til boða. Hittum þar einnig óðalbóndann Björn bónda í Úthlíð. Alltaf gaman að hitta svona karla. Alvöru karl um sjötugt sem hefur byggt upp þarna heilt sumarbústaðaþorp af miklum stórhug undanfarna áratugi. Glæsilegur árangur hjá glæsilegum stórhuga karli. Sýndi okkur nýjasta stolltið sitt; þriggja bursta glæsihús sem hann hafði meira að segja teiknað sjálfur. Mjög flott hús og aðstaða, heitur pottur með DVD og margt fleira.
Skellti mér út að hlaupa í gær, hljóp stífluhringinn í Elliðaárdalnum, lyfti svolítið og endaði í heimsókn hjá Birnu systur fram yfir miðnætti. Rólegur dagur í dag. Úti á svölum í sólinni. Setti saman tertu úr tertubotni og Betty Crocker. Ótrúlegt hvað maður er myndalegur og gott að eiga góðar vinkonur eins og Betty! :)
Skátakórinn kemur síðan fram í kvöld á Landsþingi St. George skáta (eldri skátar) í Kópavogi. Það verður skemmtilegt...alltaf gaman að syngja.
Öllu rólegri helgi núna en síðast...sem er kærkomið eftir vikuna!
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home