Sumar og söngur!
Hæ hó allesammen...ef það er einhver sem sér þetta yfirhöfuð. Kemur kannski að því...!
Gleymdi nokkrum áhugaverðum punktum af árinu 2004.
Söngur
Árið einkenndist nefnilega svolítið af söng. Fyrri hluta ársins var ég í Borgarkórnum og héldum við stórskemmtilega tónleika í Neskirkju sem ég er svo heppinn að eiga inni á tölvunni minni og hlusta oft á. Tær snilld!
Hleypti þó heimdraganum í haust og hélt á vit annars kórs. Þó ekki nýs kórs því Skátakórinn varð fyrir valinu og var gaman að slást aftur í þann góða hóp. Mikið endalaus skemmtileg grúbba af fólki sem staðráðið er í að hafa gaman af þessu. Getur ekki klikkað.
En það var ekki nóg...Ásdís bardagahetja og tilvonandi Nýsjálendingur króaði mig af í matartímanum einn daginn og fékk mig með SÉR í Orkuveitukórinn. Tveimur vikum síðar var hún hætt en skyldi mig eftir. Kórinn tók þó miklum framförum eftir því sem líða tók á haustið þrátt fyrir brotthvarfið og varð þetta alltaf skemmtilegra og skemmtilegra.
Skátinn söng því í tveimur kórum í allt haust og leiddist það ekki neitt.
Hlaup & labb
Kom sjálfum mér nokkuð á óvart með dugnaði tengdri hreyfingu í sumar og átti þar veður stóran þátt. Fór töluvert oft á Esjuna, nokkrum sinnum á Úlfarsfell, þrisvar á Keili, á Ingólfsfjall og einhverja fleiri hóla sem ég urðu á vegi mínum.
Prófaði að fara út að hlaupa einu sinni og þegar ég lifði af 8,5 km skráði ég mig í 10 km hlaupið í Reykjavíkurmaraþoninu. Hljóp síðan nokkrum sinnum og þá alltaf í kringum 10 km. Þetta var mjög skemmtilegt og skemmtileg stemning að hlaupa í þessu hlaupi þar sem það ríkir svona karnival stemning í götunum sem við hlupum í gegnum. Náði ágætistíma þótt hann væri ekki skráður af tæknilegum orsökum, 50 mínútur og 30 sekúntur eða þar um bil sem var langt umfram væntingar. Mæti galvaskur á næsta ári.
Meiri söngfréttir á næstunni... nú er stefnan tekin á Scala!
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home