miðvikudagur, janúar 12, 2005

Ofur-Baldur, þorrablót, landsmót og meiri söngur!

Brjálað að gera í vinnunni í dag og kóræfing með Orkuveitukórnum á eftir. Alltaf gaman að syngja! Fínt að æfa sig fyrir mánudaginn þar sem ég er nú frægur fyrir flest annað en að læra heima! ;-)

Ofur-Baldur, sá mikli harmonikkusnillingur og altmuligtmand kíkti á mig í vinnuna í dag. Hvatti til þess að við fjölmenntum á þorrablót Útivistar sem haldið verður í lok mánaðarins í Landssveit einhvers staðar. Stefnan tekin þangað. Alltaf gaman að spila með Baldri! ...og auðvitað eru allir velkomnir í gleðina!

Þá hringdi Andrea landsmótsframkvæmdarstýra og rukkaði mig um mál sem við ræddum á balli á öðrum í jólum. Það er að heimsækja allar hugsanlegar skátaheimasíður sem ég kemst í tæri við og skrifa í gestabækur "auglýsingu" um landsmót skáta næsta sumar. Been there - Done that! Þannig náði ég 300 manns til Íslands árið 2000. Allir sem til eru í þetta verkefni með mér, hafið endilega samband eða bara látið vaða á einhverjar heimasíður. Fínt að gera nokkur stutt skilaboð og geyma þau í wordskjali. Síðan bara afritar maður þau inn í gestabækurnar - tekur skemmri tíma! Fínt að taka t.d. eitt land í einu og troða sér inn á allar mögulegar síður. Guð blessi spamið!

Ps. Frábært að sjá að þið eruð farin að commentera. Þá sér maður að maður [er hægt að segja þetta? ...þá sér maður að maður...] er kannski ekki algerlega sjálfhverfur að tala við spegilinn. Alltaf gaman að fá gott fólk í heimsókn!

2 Comments:

At 12.1.2005, 21:28, Anonymous Nafnlaus said...

Blessaður again... hljómar eins og þú sért að njóta lífsins á fullu!! Flott hjá þér!

heyrumst
Kv
Sonja

 
At 12.1.2005, 21:34, Blogger Sigurður Viktor Úlfarsson said...

Full ferð áfram!

Takk sömuleiðis! :o)

 

Skrifa ummæli

<< Home