Básar - Here we come!!!
Nú eru bara um það bil 18 klukkustundir þangað til lagt verður í'ann frá BSÍ áleiðis austur að Skógum undir Eyjafjöllum. Þaðan verður síðan arkað, í líklega um það bil 300-500 manna hópi yfir Fimmvörðuháls áleiðis yfir í Bása.
Hérna eru fínar myndir frá því 2003. Í fyrra rigndi eldi og brennisteini þannig að það er varla til mikið af myndum þaðan.
Við göngum um nóttina, flatkökur uppi á vaði, kjötsúpa í 1086 metra hæð í Fimmvörðuskála, skálað í kampavíni á Heiðarhorni, Gammel Dansk og/eða Lýsi í boði þegar komið er niður í Strákagil.
Þá eyðir maður seinustu dropunum af orkunni í það að tjalda og blása upp hátt í fjögurra fermetra dýnuna áður en maður kastar sér flötum í pokann. Sé maður svakalega duglegur fer maður í sturtu.
Sefur fram yfir hádegi. Fer hugsanlega í sturtu þegar maður vaknar (kannski í fyrsta skiptið hafi maður ekki nennt því fyrr um morguninn). Síðan er bara afslappelsi þangað til um kvöldið. Þá er kveikt upp í grillinu og þar á eftir hefst varðeldur með pompi og prakt. Söngur, grín, gítar og gleði fram undir morgun.
Eintóm snilld!!!! Svo skemmtilegt.
Hey, það er hægt að sjá slatta af myndum frá því 2003 á heimasíðu Útivistar - HÉR.
Vonandi að Veðurstofan verði miskunnsöm þetta árið. Veðurstofan hótar þó smá rigningu á Suðurlandi en það er alltaf möguleiki að jöklarnir gleypi hana og myndi þetta líka fína gat í himininn yfir Básum. Gerist oft við þessar aðstæður. Nú krossum við bara fingur og vonum að við sjáum eitthvað á leiðinni.
Sjáumst eldspræk handan helgarinnar!!!!
2 Comments:
Sjáiði nýja myndafídusinn hjá blogspot...nokkuð duglegir strákarnir bara...já og kannski bara stelpurnar líka. ;)
Öfund öfund.... að vísu ekki öfund útaf rigningunni sem er spáð... en samt öfund..híh... skemmtu þér vel..reikna ekki með því að við komum í mörkina um helgina út af veðurspánni....einnig eru líka myndir frá fimmvörðuháls göngunni okkar (with you) á síðunni minni...linkur á hægri hlið sem heitir older pictures! ;o) já gömlu góðu dagarnir..híh..have a nice one
Skrifa ummæli
<< Home