mánudagur, júní 20, 2005

Jibbíííí - Karatestrákurinn á leið til landsins!

Kristófer karatestrákur lendir ásamt Hönnu og Óttari á Fróninu annað kvöld, þriðjudagskvöld.

Mikið hlakka ég til að sjá hann. Verða heldur betur fagnaðarfundir.

Hetjan var að taka gula beltið í karate um daginn. Tókst það að sjálfsögðu með glans. Er lengst til hægri á þessari mynd með splunkunýtt beltið og heldur betur til í slaginn!

Fer reyndar Fimmvörðuháls og í Bása um næstu helgi, Jónsmessuhelgina enda verður hann að fá tækifæri til að heilsa upp á fleiri en bara pabba gamla. Síðan er bara farið að styttast í sumarfrí hjá okkur feðgum. Bara skemmtilegt!

6 Comments:

At 20.6.2005, 21:43, Anonymous Nafnlaus said...

Voðalega er hann nú sætur guttinn ;o)
Gaman að sjá þig í dag.
Kv
Sonja

 
At 20.6.2005, 21:48, Blogger Sigurður Viktor Úlfarsson said...

Já það er hann heldur betur!

Sömuleiðis Sonja mín.
Gleymdi að spyrja hvort þið yrðuð í Básum um helgina...eða hvort þið ætluðuð kannski yfir? ;)

 
At 20.6.2005, 23:21, Anonymous Nafnlaus said...

Förum allavegana ekki yfir Fimmvörðuhálsinn í ár... þú sást nú eflaust í dag að ég er ekki í neinu sjeipi lengur..heh.. en hver veit nema maður kíki inneftir... þetta er síðasta helgin okkar saman á landinu í sumar;o)

 
At 20.6.2005, 23:29, Blogger Sigurður Viktor Úlfarsson said...

Það væri gaman að sjá ykkur - sem endranær! :)

 
At 20.6.2005, 23:29, Blogger Sigurður Viktor Úlfarsson said...

Svo gleymdi ég að segja að þú varst glæsileg í dag - sem endranær! :)

 
At 21.6.2005, 00:22, Anonymous Nafnlaus said...

hahah.... takk Siggi minn...

 

Skrifa ummæli

<< Home