Kristófer mættur á Frónið!
Fékk frábært símtal í dag af Reykjanesbrautinni. Kristófer, Hanna og Óttar á hraðri leið til höfuðborgarinnar.
Stuttu seinna hljóp karlinn í fangið á pabba sínum....oooooo hvað það var ljúft!!!
Best að fara að skella sér í rúmið - enda orðið heitt!
Agressobandið spilaði í kökuboði í tilefni alþjóðadags MND sjúklinga. Frábær stemning leidd af Gauja Sig. ofurleiðtoga. Þvílíkur leiðtogi. Aldrei lognmolla og alltaf endalaust fullt að gerast. Alltaf verkin látin tala.
MND félagið hefur verið að gefa fullt af tækjum og tólum til taugadeildar Landsspítalans. MND-félagið ætlar að kosta ferð læknanema á alþjóðaráðstefnu MND til þess að reyna að kveikja áhuga læknanema á að sérhæfa sig í taugalækningum. "Taugalæknar eru stétt í útrýmingarhættu" sagði Guðjón í dag. Þvílíkur kraftur. Forréttindi að kynnast svona fólki.
Hvet alla til að láta eitthvað pínulítið af hendi rakna til MND samtakanna í tilefni dagsins. Margt smátt gerir eitt stórt!!
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home