miðvikudagur, júní 29, 2005

2 dagar í sumarfrí - Jibbbííííí!!!

Nú eru aðeins tveir dagar í sumarfrí. Ætlaði í sumarfrí á föstudaginn en ætli ég vinni hann ekki og fari síðan í frí á mánudaginn í staðinn. Býst við því. Ýmislegt sem liggur fyrir áður en maður fer í frí.


Skemmtilegt kjúklingapartý í gærkvöldi. Birna hafði lofað Kristófer síðbúinni afmælisveislu (hann átti afmæli 30. mars) þegar hann kæmi heim. Hún var semsagt framkvæmd með látum í gær. Stórfín afsökun fyrir að ná fjölskyldunni saman sem er alltaf skemmtilegt.

Enn skemmtilegra var að tvíburarnir Aníta og Viktor, tveir bestu vinir Kristófers frá því í gamla daga af Bakkaborg gátu einnig verið með okkur. Frábært að okkur og foreldrum þeirra er að takast að láta þau halda tengslum þótt Kristófer sé fluttur út. Það sama á reyndar við um Árna, bróður hennar Gunnu, því hún renndi með Kristófer austur til Árna fyrir helgi og hann meira að segja gisti þar aðfararnótt föstudags. Þau sögðu að það hefði verið eins og þær hefðu hisst í gær! Frábært! Það er mikilvægt að halda góðum tengslum við vini sína þótt maður búi langt í burtu.

Við Birna renndum bara á KFC og keyptum 30 kjúklingabita og mesta magn af frönskum sem ég hef séð. Risastóra KFC fötu fulla af frönskum. Ég hélt að þetta myndi duga okkur í tvo mánuði. Korteri seinna var allt búið. Ótrúleg familía þegar kemur að mat!!!

Ásta bauð okkur Unni síðan í burger áðan í tilefni af hennar afmæli sem var í gær. Alltaf gaman að hittast, spjalla og borða saman. Þær vinkonurnar eru á leiðinni til Danmerkur sitt í hvoru lagi en voru að plotta það að mögulega væri hægt að tengja það saman. Ásta er semsagt á leið á dansmót í 10 daga eða hálfan mánuð eða eitthvað svoleiðis. Hlýtur að vera tær snilld. Fara út og dansa í tvær vikur. Ég þarf að gera þetta einhvern tímann! :) Algjörlega útilokað að láta sér leiðast og dansa á sama tíma.

Í kvöld hittust síðan Sardínurnar - Dos Sardinos - eitt af kórböndum Skátakórsins og æfðu aðeins. Skemmtilegur hópur. Komum mögulega tveimur lögum á Skátakórsdiskinn. Kemur þó í ljós. Hinn möguleikinn eru einhverjar uppákomur á landsmótinu.

Talandi um landsmót þá tilkynnti Fríður Finna dagskrárstjóri mér það að það hefði verið ákveðið á mótsstjórnarfundi að ég mætti sofa milli 5 og 10 og síðan aftur milli hálf tvö og 8 á næturna. Þess á milli yrði ég náttúrlega með flekapóstinn og síðan skemmtanastjóri á kaffihúsinu. ...og vitiði hvað!!! Ég sagði NEI!!! Jibbbíííí!!! Ég er að æfa mig - víst þótt þið trúið því ekki. Hefði nú líklega sagt já nema vegna þess að ég verð með Kristófer og get því ekki lofað mér seint á kvöldin öll kvöldin. Þetta gengur svona. Er líka í formannshlutverki Skátakórsins þannig að maður verður svosem ekkert að deyja úr aðgerðarleysi - en fyrst og fremst verður maður bara úti að leika. Rosalega verður þetta skemmtilegt! Ekki dró svo úr gleðinni þegar við fréttum að Aníta og Viktor yrðu á mótinu líka. Foreldrar þeirra duttu inn á landsmótið á Akureyri í nokkra daga og fannst það svo æðislegt að þau ákváðu að koma aftur núna. Eru ekki í neinu skátastarfi en Halla, mamma þeirra var skáti sem krakki.
Taki þetta sér fleiri til fyrirmyndar! Þetta er endalaust skemmtilegt fjölskylduumhverfi og ég mæli eindregið með því að fólk skelli sér, a.m.k. yfir helgina. Mótið er frá þriðjudeginum 19.-26. júlí á Úlfljótsvatni - Allar nánari upplýsingar hér. Sjáumst spræk á landsmóti!!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home