Bless Marco og Simona!
Kvöddum í gær Marco Cherry og Simonu kærustuna hans sem hafa verið á flakki um Frónið á hálfan mánuð. Marco kom á Nordjamb 2000 þar sem ég sá um útlendingana og kynntist honum ágætlega. Hann hafði síðan samband aftur í sumar og sagðist vera á leiðinni. Alltaf skemmtilegt þegar maður hittir fólk aftur!
Hann kom með þá hugmynd að fara á Þjóðhátíð í Eyjum og verður honum seintþökkuð sú hugmyndaauðgi enda helgin fádæma skemmtileg.
Þau fóru hringinn þegar þau komu frá Eyjum, gistu í Vík að ég held eða á Klaustri, síðan á Seyðisfirði sem þeim fannst frekar lásí staður. Þaðan héldu þau til Akureyrar sem heillaði þau og loks út í Grímsey sem þau kylliféllu fyrir. Skiptu þar lundarnir höfuðmáli enda Simona meira fyrir það að horfa á lunda en borða hann - eins og hún tilkynnti okkur í Eyjum. Hey, var ekki málið að "nýta og njóta" þegar svona dýr eru annars vegar???
Að norðan fóru skötuhjúin til Grundarfjarðar. Ég veit ekki alveg af hverju en af einhverjum ástæðum urðu þau ástfanginn af nafninu þegar þau voru að skoða Ísland fyrir ferðina og ákváðu að gista þar yfir nótt. Já, margt er skrítið í kýrhausnum! Voru svo á Geysi í tvær nætur áður en þau komu í mat heim til Ingu í gærkvöldi þar sem við skelltum í þau svolitlu rauðvíni og dýrindis kjúklingarétti a la Inga og skoðuðum myndir. Frábært kvöld og gaman að eiga vini héðan og þaðan. Nú fer Ítalía síðan á listann yfir þau lönd sem maður þarf að kíkja við í á næstu árum þegar maður er búinn að styðja við bakið á Björgúlfi og félögum í Landsbankanum.
Marco er annars framarlega í samtökum sem vilja sameina öll neyðarnúmer á Ítalíu í eitt 112 - Einn-Einn-Tveir eins og á Íslandi og víðar. Hann heldur úti þessari fínu heimasíðu um það mál. Simona er líka með blogg ef einhvern langar að æfa sig í ítölskunni.
Ætlaði að fara að skokka í fyrrakvöld og endaði á slysó. Frekar fúlt. Var varla byrjaður að hlaupa þegar ég fékk í hnéð. Ákvað að láta skoða þetta. Fékk þetti nokkrum sinnum í fyrra líka. Það virðist eins og hnénu sé ekkert um það gefið að ég skokki úti undir beru. Get gengið með og án bakpoka og hlaupið á bretti en ekki úti takk fyrir.
Fékk kannski áfall þegar ég fór allt í einu að hlaupa 10 kílómetra upp úr þurru í fyrrasumar og er staðráðið í að hafa nú hemil á karlinum. Beið í tvo og hálfan tíma á slysó en fékk að launum stórglæsilegan kvenkyns læknanema til að skoða mig. Stefni læknastéttin í þessa átt erum við í góðum málum strákar! Niðurstaðan var hins vegar sú að það eru engin bönd slitin og allt í góðu en gæti verið smá vökvi í hnénu en ekkert sem heita má. Ljóskan henti mér því bara út, sagði mér að taka því rólega næstu daga og fara síðan bara rólega af stað í skokkinu.
Ég held ég geti því kvatt Reykjavíkurmaraþonið þetta árið. Er að leggja af stað í vikugönguferð daginn eftir maraþonið og tek ekki sénsinn fyrst það er eitthvað tæpt. Svekkelsi því þetta var mjög gaman í fyrra.
Nú er farið að styttast í söngskólann. Mér skylst að ég verði kallaður í eitthvað viðtal þegar líða tekur á mánuðinn þar sem ég kemst vonandi að því hvað ég sé að fara að gera þarna. Ætti líklega að hafa samband af fyrra bragði og athuga hvort ég eigi þá ekki auðveldara með að velja mér tíma sem henta vinnunni o.þ.h. Troða mér nett fram fyrir í röðinni. Maður verður að bjarga sér.
Dagfinnur Dagmar dýralæknir er flutt upp í sveit við Elliðavatn. Til hamingju með það Dagmar! Verður örugglega ljúft að búa þarna. Maður þarf að kíkja í kaffi einhvern tímann í hjólatúr. Þarf þá reyndar fyrst að fara í hjólatúr!
Jamm, svona getur maður blaðrað. Gamla settið á Íslendingaslóðum í Kanada. Þangað hefur maður nú aldrei komið. Mikið er til af spennandi stöðum.
Hey! Eitt að lokum: Kíkið á http://earth.google.com Ferlega flott. Maður getur hlaðið niður græju sem að gerir manni kleypt að fljúga um dali og fjöll í þrívíddarumhverfi eftir hæðarlínum. Ofursvallt.
4 Comments:
Thanks Siggi for the link, I have just made a page about Icelandic 112 :-)
Hi Siggi!!Thanks 4 this post! I can't understand but... Thanks!!
I just closed my blog ( privacy problems.. ) but I'm thinking to do another more anonymous...
Send a kiss to Inga!!!!
Simona
Own to pass the trunk with two backs casinos? ropes this unsophisticated [url=http://www.realcazinoz.com]casino[/url] commander and wing it slenderize online casino games like slots, blackjack, roulette, baccarat and more at www.realcazinoz.com .
you can also stay our up to outfit [url=http://freecasinogames2010.webs.com]casino[/url] ballade a hand at http://freecasinogames2010.webs.com and be beneficiary to in actual spondulix !
another singular [url=http://www.ttittancasino.com]casino spiele[/url] relocate is www.ttittancasino.com , because german gamblers, great deal up unrestrained online casino bonus.
top [url=http://www.001casino.com/]casino bonus[/url] check the latest [url=http://www.realcazinoz.com/]casino online[/url] free no set aside reward at the best [url=http://www.baywatchcasino.com/]casino
[/url].
Skrifa ummæli
<< Home