Eiríkur ofurplöggari skilar í kassann!
Fyndið þetta Bubba - Brynju - Eiríksmál!
Íslendingar geta verið á þeirri skoðun að þessi fréttaflutningur sé fullkomlega óeðlilegur, siðlaus og allt saman en á meðan þeir kaupa síðan blaðið þá skiptir álitið engu máli.
Hvorki Heyrt og séð né DV er gefið út af hugsjón. Þetta er viðskiptaáætlun sem snýst um krónur og aura. IE brást við og ákvað að hætta að selja þessi blöð og tel ég það til eftirbreytni. Ef okkur finnst eitthvað um þetta þá þurfa þeir sem reka dæmið að upplifa það í buddunni.
Eiríkur er hins vegar pottþétt að vinna vinnuna sína. Allir vita hvernig blaðamaður Eiríkur er. Hann er búinn að vera í bransanum í 25 ár og fer ekkert í felur með það hvað honum finnst um svona fréttaflutning. Fólk veit að Eiríkur er á DV og les DV og verður síðan voðalega hneykslað þegar það sér vafasama grein eftir hann - í hundraðasta skiptið - í DV. Fyrirgefiði, hvar er það sem kom á óvart? Til hvers keyptirðu DV?
Eiríkur fékk verkefni: Að koma nýju blaði, Heyrt og séð, á koppinn, skapa því sess á markaði.
Eiríkur brilleraði í þessu verkefni með hjálp Bubba. Hann einfaldlega lét vaða í háværan og kjaftforan rokkarann og fékk til baka þrjú viðtöl um blaðið sitt á besta tíma í sjónvarpi, við Eirík sjálfan, Bubba og fleiri plús ótrúlega umfjöllun í öllum fjölmiðlum landsins og umræður á öllum vinnustöðum landsins í marga daga - Frítt! Hann var ekki ráðinn í þetta verkefni vegna þess að hann er svo góður og sannleikskær. Honum er slétt sama þótt fólk sé á því að þetta sé nú svolítið vafasamur fréttaflutningur - HANN SELUR sem er það sem skiptir máli. Halló, vafasamur fréttaflutningur er það sem hann er að markaðssetja. Fólk kaupir DV og Heyrt og séð vegna þess að þar er vafasamar fréttir að finna!
Stutt samtekt yfir árangur Eiríks í starfi á undanförnum vikum með splunkunýtt blað á erfiðum markaði:
- Er einhver á Íslandi sem ekki veit núna af tilvist þessa nýja blaðs? Nei, alla vega mjög fáir.
- Er einhver á Íslandi sem veit ekki fyrir hvað blaðið stendur? Að þar sé allt svæsnasta slúðrið að finna? Nei, alla vega mjög fáir.
- Er blaðið að seljast eins og heitar lummur út á alla þessa umfjöllun? Veit það ekki en er samt algerlega sannfærður um að svo er. Umfjöllun selur. Krassandi umfjöllun selur mikið.
Það er því eins með þetta og stjórnmálamennina: Við fáum það sem við eigum skilið ....og Eiríkur, til hamingju með að hafa heldur betur unnið fyrir kaupinu þínu þennan mánuðinn!
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home