þriðjudagur, ágúst 09, 2005

Flott fólk á flakki!

Endilega kíkið á bloggsíðuna hjá Gísla, Sonju og hinum fimm fræknu krakkalökkum. Þau eru á ferð þvert yfir Bandaríkin og aftur til baka. Geri aðrir betur sjö manna fjölskyldan. Fullt af myndum og skemmtilegheitum. Eru bara með GPRS síma sem þau tengja við tölvuna hjá sér og fara á netið og blogga á meðan þau eru að keyra, þ.e.a.s. á meðan hitt er að keyra. Snilld! Maður verður að skella sér á svona Road Trip einhvern tímann...mmmmm.....


Annar hópur eru íslenskir skátar á Eurojamb. Það er semsagt í gangi núna Evrópumót skáta sem er nokkurs konar æfingamót fyrir Heimsmót skáta - World Jamboree - sem haldið verður á sama stað í Bretlandi á 100 ára afmæli skátahreyfingarinnar árið 2007. Einar Elí og félagar eru á staðnum og halda úti skemmtilegri bloggsíðu.


Fullt af fólki á fleygiferð!

2 Comments:

At 11.8.2005, 07:01, Anonymous Nafnlaus said...

híh...já þú verður svo bara að kíkja í "slideshow" eftir að við komum heim... þokkalega búið að taka myndir hér;o)

 
At 11.8.2005, 10:21, Blogger Sigurður Viktor Úlfarsson said...

Til er ég! Ekkert smá gaman að fylgjast með ykkur á vefnum.

 

Skrifa ummæli

<< Home