fimmtudagur, júní 30, 2005

Nýtt leikfang!!!

Hey, var að fá nýtt leikfang!

Kiddi frændi í kjallaranum er svolítið í því að panta alls kyns dót af Ebay og héðan og þaðan. Pantaði "flakkara", færanlegan 20 Gb harðan disk með kortalesara. Sá hann hjá honum og ákvað að splæsa í eitt stykki.

Það þýðir að þegar ég fer út úr bænum 8. júlí til 26. júlí eiginlega án þess að koma í bæinn þá get ég einfaldlega tekið kortið úr myndavélinni þegar það fyllist og tappað af því inn á græjuna sem er á stærð við vasadiskó. Síðan hreinsa ég bara út af kortinu og held áfram að taka myndir eins og ekkert sé. Tær snilld!

Borga tæplega 15 þús. kr. fyrir gripinn sem á klárlega eftir að koma sér vel. Síðan er ekkert því til fyrirstöðu að kaupa í hann stærri harðan disk en 20 Gb verði hann of lítill. Á hins vegar ekkert sérstaklega von á því nema náttúrlega ef maður fer til Afríku, í heimsreisu eða eitthvað...sem mun væntanlega gerast á næstu þremur til fimm árum - vonandi.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home