mánudagur, mars 14, 2005

Úff próf á eftir...

Próf á eftir. Leið eins og í gamla daga þegar ég settist loks niður klukkan tíu í gærkvöldi, fór að lesa yfir dótið og komst að því að þetta var nú AÐEINS meira heldur en mér hafði minnt!

Komst þó í gegnum allt og í rúmið um tvöleytið. Um er að ræða tónfræði, 1. stig í söngskólanum. Bara nokkuð skemmtilegt. Ætla að reyna að vera duglegri að læra á 2. stiginu....hljómar kunnuglega....en einhvern veginn slampaðist maður nú í gegnum þetta. Hefði þó viljað standa mig betur og almennt sofa meira fyrir próf á minni skólagöngu. Læri það vonandi þegar maður fer í masterinn!

Jæja, best að fara að skella sér...þið hrækið á eftir mér ef ég mæti ykkur á Miklubrautinni!...en þó ekki á nýja fína bílinn minn!

2 Comments:

At 17.3.2005, 21:50, Anonymous Nafnlaus said...

"Hljómar kunnuglega" AH HA HA HA HA HA HA AAAAAHHAAAA HA HA HA HA HA .... ÞÚ ERT NÁTTLEGA FULLKOMINN BJÁNI.
Lærðirðu EKKERT á að vinna með mér í RU?

= Y =

 
At 17.3.2005, 23:07, Blogger Sigurður Viktor Úlfarsson said...

Ja svona álíka mikið og ÞÚ lærðir af því að vinna með MÉR í RU! :)

 

Skrifa ummæli

<< Home