mánudagur, apríl 04, 2005

Úlfarsfell, afmæli og óvænt veisla!

Við systkinin og Ásta Bjarney skelltum okkur á Úlfarsfell á föstudaginn eftir vinnu. Lítið mál - Tekur ca. 2 tíma með því að labba á báða tindana. Ekkert erfitt, fyrst og fremst fín útivera í góðum hópi. Fór beint úr vinnunni með bindið á toppinn. "Svolítið villt en samt snyrtimennskan ávallt í fyrirrúmi" sögðu Stuðmenn á sínum tíma og ákvað ég að gera þau orð að mínum, nú eins og svo oft áður!

Renndi austur á Selfoss á laugardaginn í afmæli til Guðbjargar hans Árna. Alltaf gott að hitta þau. Borðin svignuðu undan kræsingunum og við var að búast á þeim bænum.

Kom við í Holtablóminu á leiðinni. Gaman að koma þangað inn. Orðið bara nokkuð flott og þau með flottar vörur, mikið frá Sia. Svo er þetta vinnustofa líka og gallerí því þær eru listamenn sem eru með búðina núna og selja munina sína í búðinni. Litu vel út. Gaman að sjá að þetta gengur. Sakna þess nú ekki að vera ekki eigandi að blómabúð. Úff, þvílík binding! Ekki fyrir "út um allt" fólk eins og okkur.

Gaman að sjá gamla vini í afmælinu. Anna Guðrún var þarna með Kristjönu Alladóttur, Sigrún og Freyja. Einnig Björn úr Málbjörg sem ég kynntist á Snæfellsnesinu í haust. Skemmtilegt! Kristjönu hef ég ekki séð síðan hún var lítil. Er þar öflug og klár stelpa á ferðinni sem á án efa eftir að láta að sér kveða í framtíðinni.

Prófaði að bjalla í Möggu Völu þegar ég var búinn í afmælinu. Magga Vala og Logi eru semsagt búin að kaupa íbúð á Selfossi. Var boðið í heimsókn og vildi svo til að Logi var að elda páskamáltíðina í þann mund sem ég renndi í hlað. Mér var því óvænt boðið í svakalega þríréttaða veislu og prófaði þar akurhænu í fyrsta sinn. Skemmtilegt og spennandi og alltaf gott að hitta þau bæði. Góðir vinir.

Náði fínum skoðanakönnunardegi á sunnudaginn. Er búinn með Excelhlutann. Nú er næst að henda öllu upp í skýrslur í Word og skrifa texta. Tekst vonandi að klára sem mest í vikunni.

Tónfræði í dag, Siggi söngkennari veikur - aftur! Fór hins vegar í tónfræðina. Tónfræðipróf 1. stig á mánudaginn næsta. Verður vonandi í þetta skiptið. Síðan var hún að tala um hvort ég vildi ekki bara taka 2. stigið líka hálfum mánuði seinna, 25. apríl. Ég sagði að sjálfsögðu "Jújú - ekki málið!". Maður verður bara að tækla þetta og standa við stóru orðin!!!

Hitti líka Kristveigu stórsöngkonu úr Sárum og súrum fótum. Hlakka til að skella mér í Skagafjörðinn með þeim í júlí.

Svo erum við Birna að skipuleggja ættarmót 8.-10. júlí við Vesturhópsvatn í Húnavatnssýslu. Actionsumar í vændum!

Var að spjalla við Badda skáta í kvöld. Þau eru nokkrir krakkar á leiðinni á skátamót í Mozambique um næstu áramót. Algjör snilld!!! Það væri nú ekki mjög slæm hugmynd að skella sér með þeim...neeeeiiii...klára Landsbankann fyrst!

Á meðan lætur maður sig dreyma með því að lesa bloggið hans Hugins. Kappinn er nú staddur í Suður-Ameríku á hraðri leið inn í Amazon (ekki bókabúðina) og ætlar að eyða þar 10 dögum með indjánum. Svona eiga menn að vera!!!

1 Comments:

At 5.4.2005, 10:47, Blogger Sigurður Viktor Úlfarsson said...

Árni minn, ég hef lengi haldið þeim titli!!

Tók reyndar hlé í ca. einn og hálfan tíma til að safna kröftum milli ofurmáltíða.

Hefði nú líklega ekki hlaupið maraþon á eftir samt... :)

 

Skrifa ummæli

<< Home