Allt að gerast!!!
Nú kemst maður betur inn á fertugsaldurinn á mánudaginn. Aldrei hefði ég trúað því fyrir 10 árum síðan að maður yrði ekki orðinn gamall og gugginn kominn á fertugsaldurinn...eða er maður það? Neeeeiii, ég held ekki. Nú er bara að halda dampi næstu 50 árin eða svo!
Minnir mig á textann góða eftir Sverri Stormsker...
Jón Jónsson lést í gær 85 ára að aldri.
Þeir deyja ungir sem guðirnir elska!
Er annars á seinustu metrunum í Verslókönnun númer tvö í ár. Klára hana vonandi á sunnudaginn eða mánudaginn. Er þá búinn að vera í þessum skoðanakannanbransa síðan í janúar. Jesú minn, hvað ég verð feginn að geta um frjálst höfuð strokið!
Skátaþing um helgina. Leiðum hópavinnu allan laugardaginn. Verður action og mjög skemmtilegt. Er annars að segja mig úr starfsráði. Verð nú að viðurkenna að það veldur nú smá trega í hjartanu. Á samt von á því að það gangi hratt yfir. Slagar samt í þriðjung ævinnar sem ég hef verið í ráðinu, 9 ár, frá 1996! Kominn tími á að hleypa öðrum að. Búinn að læra fullt og koma ýmsu í verk. Vildi alltaf hafa gert meira en svona er þetta bara. Maður mun þurfa aðeins að raða upp á nýtt.
Held það sé reyndar að takast... :) Sýnist ég vera á leiðinni að taka við af Ragga rakara í Skátakórnum. Stóð nú ekki til. Bauð mig fram í stjórnina en ekki formanninn. Síðan er ekki að takast að fá formann þannig að ætli ég tækli það ekki bara. Getur nú varla verið svo rosalegt...famous last words! Hvenær læri ég?
Tók 1. stig í tónfræði í söngskólanum í mánudaginn, veit ekki hvernig gekk en held það hafa bara verið fínt. Hef nú reyndar alltaf haldið það eftir próf og áður en ég hef fengið einkunnirnar! :o) Tek svo líklega 2. stigið 25. apríl eða þar um kring. Ætla alla vega að reyna það. Athuga hvort mér tekst að renna yfir þetta efni á þeim tíma. Maður hefur nú svosem tæklað stærri bækur um flóknara efni á skemmri tíma fyrir próf. Þetta er tiltölulega einfalt svona til að byrja með...vona ég alla vega!
Heyrumst eftir helgina og vonandi EFTIR skoðanakönnun!
3 Comments:
og á þá ekki að djamma feitt ...
Aldrei að vita hvað morgundagurinn ber í skauti sér...!
Til hamingju með afmælið Siggi og takk fyrir gott skátaþing!
Skrifa ummæli
<< Home