fimmtudagur, mars 31, 2005

Verzlókönnun númer eitt loksins búin!

Aaahhhhh....þvílíkur léttir! Búinn að vera með þetta á öxlunum síðan í janúar! Alltaf gott þegar maður tekur svona bakpoka af öxlunum og leggur hann frá sér vitandi það að maður þarf ekki að taka hann upp aftur...alla vega ekki á næstunni.

Var reyndar kominn með nýtt verkefni, Verzlókönnun númer tvö, áður en númer eitt lauk. Er nú oftast reyndin. Merkilegt hvað þetta gerist bara einhvern veginn sjálfvirkt!

Þó smáminnkun í bili. Er búinn að segja mig úr starfsráði BÍS frá og með skátaþingi núna í apríl. Líklega kominn tími til, búinn að vera í ráðinu síðan 1996...og geri aðrir betur! Mjög spennandi tími og maður hefur lært mjög margt um mjög margt. Skoðar þetta kannski einhvern tímann seinna...þegar maður hefur lítið að gera!

Reyndi í gær að reyna að panta mér flug til Köpen og áfram til Álaborgar fyrrihluta maí. Fékk ekkert flug á minna en 25-30 þúsund, hvori hjá Icelandair né Iceland Express! Fáránlegt! Steini, ég prófaði líka hjá þér og það var ekkert undir 20.900 plús skattar. Eru engin svona "special-price-for-you-my-friend" tilboð á Flugleiðavefnum? Er ekki til eitthvað www.icelandair.is/notasexpensiveasyoumightthink

Föstudagur á morgun...strax...vikan var að byrja! Afmæli hjá Guðbjörgu á Selfossi á laugardaginn. Það verður gaman. Hlakka til að hitta gott fólk...Long time no see.

Áætlun að öðru leyti fyrir helgina: Skoðanakönnun...Hljómar kunnuglega...nema að þessu sinni...númer tvö!

1 Comments:

At 1.4.2005, 22:07, Anonymous Nafnlaus said...

Ég fékk lægri verð í fyrstu tilraun?

= Y 0

 

Skrifa ummæli

<< Home