miðvikudagur, mars 23, 2005

Bloggið komið í lag...Sumarbústaðaferð frestað til morguns...

Nú virðist bloggið mitt vera komið aftur í lag. Hægri vængurinn hafði dottið niður fyrir textaboddýið en er nú kominn aftur á sinn stað. Veit ekki hverju ég á að þakka þennan óvænta bata en ég sendi Hr. Blogger.com póst og bað hann um að aðstoða mig. Gef mér að hann hafi kippt þessu í liðinn. Sé svo verð ég nú að hrósa þeim fyrir snilldarþjónustu. Hlýtur að vera ansi mikil vinna að svara öllum póstum sem þeir fá í inboxið sitt alls staðar að úr heiminum!

Skrítið annars þetta bloggdæmi. Hvar er gróðinn við það að láta mig og milljón aðra hafa aðgang að fríu vefsvæði? Þeir hafa ekki einu sinni klínt auglýsingu inn á bloggið hjá manni eins og þeir íslensku gera á folk.is. Þar sér maður mögulega viðskiptahugmynd en ég skil ekki alveg hver borgar brúsann í þessu www.blogger.com. Þarf væntanlega engan smá server til að halda þessu dæmi gangandi út um allan heim. Skilst að þetta hafi byrjað sem eitthvað fikt en óboj óboj þetta er sko ekkert fikt í dag heldur meiriháttar dæmi með kostnaði upp á tugi eða hundruð milljóna á ári. Ef þið vitið hvar herra blogger.com fær tekjurnar sýnir deilið því með okkur. Örugglega athyglisvert.

Seinkaði sumarbústaðarferð til morguns. Þarf að grunnvinna gagnaskránna fyrir Verzlókönnun 2 og það er miklu betra að gera það í bænum þannig að hægt sé að keyra hana í gegnum SPSS áður en ég fer með allt saman austur og vinn úr því. Er með SPSS hérna í bænum en ekki á fartölvunni. Fyrsta verk á morgun, eftir sturtu og Cheerios, verður því að þeysast út á landsbyggðina í bústað 4 í Straumnesi við Úlfljótsvatn. Hlakka til - Það verður ljúft!

Skellti mér annars á skátakóræfingu í gær. Upptaka á nýjum diski hefst næstkomandi þriðjudag í fríkirkjunni í Hafnarfirði. Þá verður maður...tja...upptekinn.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home