fimmtudagur, júní 30, 2005

Frítt í Bása um helgina????

Vill einhver koma með mér í Bása um helgina að aðstoða skálaverðina?

Í boði er:

Fallegasti staður landsins, fullt af klósettum að þrífa, frábær félagskapur (ég OG meira að segja fleiri!), traktor að keyra, fullt af rusli að henda, söngur, grín og gleði, grill, frítt í rútuna, frí gisting í tjaldi með mér...eða einhverjum öðrum svona þegar líða tekur á kvöldið. ;)

Rútan fer úr bænum annars vegar klukkan 8:30 í fyrra málið og hins vegar klukkan 17. Ég kemst líklega ekki fyrr en með 17 rútunni.

Áhugasamir hafið samband við undirritaðan í síma 6176821 eða við Lóu á skrifstofu Útivistar í fyrramálið í síma 562 1032 eða í síma 895 1428 til að fá beiðni fyrir rútunni.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home